Grænland sagan,


GRÆNLAND,
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Í Landnámabók segir frá Hallbirni Oddsyni frá Kiðjabergi í Grímsnesi, sem fengið hafði Hallgerðar, dóttur Tungu-Odds Önundarsonar á Breiðabólstað í Reykholtsdal.  Sátu þau fyrsta veturinn eftir brúðkaupið á Breiðabólstað og var óástúðlegt með þeim.  En vorið eftir, þegar Hallbjörn hafði búið ferð sína austur í Árnessýslu, vildi kona hans ekki flytja með honum þangað.  þá reiddist Hallbjörn, vafði hári hennar um hönd sér og hjó af henni höfuðið.  Samdægurs hélt Hallbjörn með búsmala sinn við þriðja mann suður fjöll   En frændi hinnar myrtu konu, Snæbjörn galti Hólmsteinsson, safnaði liði og reið á eftir Hallbirni.

Bar fundum þeirra saman, þar sem nú heita Hallbjarnarvörður.  Þar féll Hallbjörn eftir frækilega vörn.  En skömmu eftir þennan bardaga fór Snæbjörn galti í landaleit vestur í haf með Hrólfi hinum rauðsenska.  Fundu þeir land og höfðu þar vetursetu en vorið eftir var Snæbjörn veginn.  Má vera, að þeir Snæbjörn og Hrólfur hafi fyrstir norrænna manna fundið Grænland.

2000 f.Kr.    Fyrstu inúítaveiðimennirnir koma yfir Smith-sund til Norður-Grænlands.  Þeir voru á svokölluðu „independence I” menningarstigi = palao-inúítar..

1000 f.Kr.    Önnur þjóðflutningaalda inúíta til Grænlands (Pearylands).  Menning-arstig þeirra var „independence II” = palao-inúítar.

1. öld           Dorset-menningin breiddist út.  Þá hófst veiði stærri sjávarspendýra (rostunga, sela og hvala) frá ísjaðrinum.

875             Gunnbjörn Úlfsson, sem lenti í hafvillum frá Noregi á leið til Íslands, fann austurströnd Grænlands.

Um 985 e.Kr.
        Eiríkur snéri aftur til Íslands o ghvatti landa sína til að setjast að hjá sér á Grænlandi.  Hann sigldi til baka með 25 skipa flota (14 komust alla leið).  Þetta varð upphaf norrænar búsetu á Grænlandi.

1000
       Kristintaka norrænna manna.  Leifur heppni uppgötvar Ameríku.

1200       Thule-menningin breiddist út um Norðvestur-Grænland.  Meginatriði hennar voru kvenbátar (umiak) úr viði og húðum og skutlar til sel- og hvalveiða (neo-inúítar).

1300       Thule-menning neo-inúíta hvarf fyrir ingsuk-menningunni, sem breiddist út um Vestur-, Austur- og Suður-Grænland.  Fólkið, sem var í Angmagssalik árið 1959, í Kungmiut árið 1967 og í Scoresbysundi 1969 er komið beint af þessum menningarstofni.

15. öld    Hungursneyð og úrkynjun ollu líklega endalokum íslenzka landnámsins.  Norrænir menn hurfu af sjónarsviðinu vegna kólnandi veðurfars og sambandsleysis við umheiminn.

1530
       Norskir sjófarendur fundu norrænan mann látinn.  Hann var talinn hinn síðasti af norræna kynstofninum í Grænlandi..

1576
       Englendingurinn Martin Frobisher finnur Grænland á ný.

1650
       Upphaf hvalveiða, sem margar þjóðir sóttu stíft að ströndum Grænlands..

1714       Hans Egede lendir á Grænlandi.  Upphaf kristinboðs meðal Grænlendinga og landnáms Dana í landinu.  Fyrsta kristinboðsstöðin var opnuð 1728 í Nuuk.  Bækur fóru að birtast í landinu, en bæði þær og kristinboðið áttu erfitt uppdráttar vegna landslagsins og stærðar landsins.  Lokið var að kristna alla íbúa landsins árið 1921.

1733
       Þrír Herrnhuterkristinboðar koma til landsins.

1774
       Stofnun Konunglegu Grænlandsverzlunarinnar.

1806-13
  Þýzki steinafræðingurinn K.L.Giesecke ferðast á Grænlandi.

1851
       Gefin út grænlenzk málfræði Samuels Kleinschmidts í Berlín.

1861
       Stofnun dagsblaðsins Atuagagdliutit.

1884-85
  Daninn Gustaf Holm fann ínúítaættkvísl í Angmagssalik, þar sem hún lifði enn þá steinaldarlífi.  Þar voru alls 416 manns, sem þekktu hvorki brons né járn, veiddu með áhöldum úr steini og beinum og sútuðu skinn með keitu.  Langvarandi hungursneyð svarf þá að fólkinu og danska stjórnin kom til hjálpar á síðustu stundu.  Dönum tókst með dæmafárri nærgætni og miklum skilningi að bægja hungursvofunni frá síðustu inúítunum á austurströndinni.

1888       Norðmaðurinn Friðþjófur Nansen fór fyrstur manna, svo vitað sé, þvert yfir hájökulinn á skíðum frá Austurströndinni.  Þá fékkst það staðfest, að landið allt var jökli hulið.  Þessi hetjudáð varð til þess, að skíðanotkun jókst mjög og ávann þessari íþrótt fylgjendur um allan heim.

1900
       Lok Herrnhuter-kristinboðsins.

1909       6. apríl komst Bandaríkjamaðurinn Robert Peary á norðurpólinn.

1912
       J.P. Koch og Alfred Wegener ferðast yfir Grænlandsjökul.

1921-24  Fimmtu Thule-leiðangur Knud Rasmussens.  Lengsti leiðangur landkönnuðar á hundasleðum fram að þessu.  Leiðin lá frá vesturströndinni yfir Kanada og Alaska að ströndum Kyrrahafs.  Á þennan hátt sannaðist það, sem Rasmussen hafði lengi grunað.  Allir inúítar, allt frá Angmagssalik til stranda Síberíu tala sömu tungu, syngja sömu ljóð og segja sömu sögur.  Þeir eru allir af sama kynstofninum.

1930-31
  Dvöldust J. Georgi, F. Loewe og E. Sorge vetrarlangt á jöklinum.  Alfred Wegener lagði upp í fimmta Grænlandsleiðangur sinn frá Graz.  Hann átti ekki afturkvæmt.  Vosbúð og kuldi lögðu þennan mikla landkönnuð að velli í sleðaleiðangri á hájöklinum.  Grænlenzkur fylgdarmaður hans, Rasmus Villumsen, tók dagbækur hans til varðveizlu og hélt einn áfram.  Wegener fannst næsta vor, en allt fram á þennan dag hefur hvorki fundizt tangur né tetur af Villumsen.  Hvarf hans, hundasleðans hans er ráðgáta.

1931 
      Flaug Wolfgang von Gronau fyrstur manna yfir jökulinn.

1933
       Alþjóðadómstóllinn í Den Haag úrskurðaði, að Grænland væri danskt land vegna þess, að Norðmenn viðurkenndu ekki rétt  Dana til þess.

1941
       Fyrstu herstöðvar Bandaríkjamanna byggðar í Narsarssuak og við Syðri-Straumfjörð eftir að þeir viðurkenndu yfirráðarétt Dana þar.  Þeir skuldbundu sig til að aðstoða Grænlendinga á meðan Danmörk var hersetin.

1943       Lenti lítil, þýzk herdeild á Norðaustur-Grænlandi og reisti veðurstöð á Sabine-eyju.

1950
       Einokun Konunglegu Grænlandsverzlunarinnar afnumin. Iðnvæðing hefst.

1951       reistu Bandaríkjamenn herstöð með mikilli leynd í Thule á Norðvestur-ströndinni.  Nálega 7000 manns unnu að byggingunni í 18 mánuði.  Hún mun hafa kostað nálægt 1,3 milljörðum dollara.  Flugvöllurinn er u.þ.b. 300 km2 að stærð og hafnarmannvirkin eru meðal mestu tækniafreka 20. aldarinnar.  Fjarskiptamöstur eru allt að 395 m há og voru um skeið hæstu mannvirki í heimi, eða þar til hátt sjónvarpsmastur var reist á Empire State.  Boranir höfðu leitt í ljós, að undirstaða stöðvarinnar var sífreri, all niður á 500 m dýpi.  Þess vegna varð að gæta þess vel, að byggingarnar bræddu ekki frerann.  Það hefði leitt til þess, að hinar stórkostlegu framkvæmdir hefðu sokkið í aur og leðju.  Til að fyrirbyggja það, var komið fyrir geysiöflugum kælibúnaði undir öllum byggingunum.  Það má því með sanni segja, að Thulestöðin sé eitt af tækniundrum veraldar.

1952      hóf flugfélagið SAS flug frá Danmörku til Kaliforníu með viðkomu í Grænlandi.

1953      Ný grundvallarlög gerðu Grænland að héraði í Danmörku, þannig að þegnar Danakonungs þar fengu jafnan rétt og aðrir Danir.

1959
     Hinn 30. janúar sökk skipið 'Hans Hedtoft' með 95 manns úti fyrir Kap farvel.  Þetta nýja skip Grænlandsverzlunarinnar var sérstaklega styrkt til siglinga í ís og var í jómfrúarferð sinni.  Neyðarköll skipsins heyrðust víða en hjálpin kom of seint.  Björgunarhringur fannst rekinn á Íslandi, 1000 kílómetra frá slysstaðnum.  Hann var hið eina, sem fannst og bar harmleiknum þögult vitni
Ístilkynningarþjónusta hafin.

1960       Reistu Bandaríkjamenn borg í ísnum í grennd við Thule og u.þ.b. 100 km frá ísjaðrinum.  Þeir gáfu henni nafnið „Camp Century”.  Orkuvandinn var leystur með því að koma fyrir fyrsta kjarnakljúfnum í sögu heimskautsins.  Þarna bjuggu 250 manns þar til „bærinn” var yfirgefinn 1965.

1966
       Símasamband milli Danmerkur og Grænlands opnað.

1967       tókst eftir margar árangurslausar tilraunir að koma sjötta stærsta loftsteini, sem fundizt hefur á jörðinni, um borð í skip og flytja hann til Danmerkur.  Hann fannst árið 1963 í grennd við Savigsivik, nálægt Thule og vegur 18 tonn.  Hann er að mestu úr járni, en u.þ.b. 8% eru nikkel, o,5% kobalt auk lítils magns af fosfóri og brennisteini.  Steininum var komið fyyrir í Náttúrufræðisafninu í Kaupmannahöfn.  Gnænlenzka landsráðið ákvað aðgerðir til að draga úr barnsfæðingum og að reyna að stemma stigu við offjölgun þjóðarinnar.

1968       Hinn 21. janúar fórst B-52 sprengjuflugvél með fjórar vetnissprengjur innanborðs á Thuleflóa.  Fréttir af þessum atburði birtust feitletraðar á forsíðum heimsblaðanna og ollu miklu fjaðrafoki.  Menn óttuðust hið versta.  Sjávarlífi stafaði hætta af plútoníummengun og hafstraumar gætu borið hana til annarra hafsvæða.  Danskir og Bandarískir kjarneðlis-, haf- og jöklafræðingar flykktust á slysstað.  Niðurstöður þeirra voru, að plútoníummagn sprennanna gæti ekki ógnað lífríki Thuleflóa og Wolstenhólmsfjarðar.  Var úrskurður þeirra réttur?  Er ekki hugsanlegt, að slík óhöpp geti ekki aðeins ráðið örlögum Grænlands, heldur allrar heimsbyggðarinnar?

1979
       Heimastjórn frá 1. maí.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM