Garðar Igaliko Grænland,


GARÐAR - IGALIKO
.

.

Utanríkisrnt.

Igaliko er byggð í hinu forna biskupsdæmi Garða.  Í hlíðunum ofan við byggðina er eitthvert fegursta og friðsælasta útsýni í öllu landinu.  Nafnið Igaliko þýðir „yfirgefna eldstæðið”.  Norðmaðurinn Anders Olsen hóf búskap í Görðum árið 1780 og helgaði staðinn hl. Nikulási, verndardýrlingi sæfara.  Þar eru rústir krosskirkju, 27x16 m, sem byggð var úr sandsteini á 12. öld.  Rústir biskupsstólsins í heild ná yfir allstórt svæði, þar á meðal rústir veizlusalar upp á 130 m², tíundarkofa (þar sem tíundarafurðir voru geymdar) og 100 kúa fjóss.

Afskekktasta aðsetur fulltrúa páfastóls var í Görðum á Grænlandi.  Þaðan og frá Brattahlíð var lagt upp i landkönnunarleiðangra til Marklands (Labrador og Nýfundnaland) eða í norðurátt til rostungsveiða.  Undir kór kirkjunnar hafa fundizt hauskúpur rostunga og náhvala og gizkað er á, að menn hafi álitið eða þessi dýr gæfu sig betur til, ef þau væru grafin við hlið höfðingjanna í dómkirkjunni sjálfri.  Garðar var aðalmennta- og stjórnsetur Grænlands fram að lokum miðalda.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM