Grænlandsjökull,


GRÆNLANDSJÖKULL
.

.

Utanríkisrnt.

Heildarflatarmálið er u.þ.b. 1.833.900 km².  Meðalhiti > -30°C.  Júlíhiti > - 10°C.  2.600.000 rúmkílómetrar af ís eða 8% af ísforða jarðarinnar.  Meðalhæð sjávar hækkaði um 6 m, ef þetta ísmagn bráðnaði allt í einu.  Fjöllóttu landslaginu undir meginjöklinum má líkja við  gríðarstórt trog, sem er fullt af ís.  Jökullinn hækkar jafnt og þétt frá ströndum að miðu landsins og rís hæst á 72°N og 38°V, þar sem hann er 3300 m hár.  Meðalþykkt hans er 1500-1600 m, en mesta þykkt 3400 m.Meginvindátt er vestlæg en snýst til suðvesturs við austurströndina vegna snúnings jarðar (Coriolis-kraftur).

Talið er, að jökull sé í nokkru jafnvægi, að sumarbráðnun sé jöfn vetrarákomu.  Þó má ætla, að hann stækki örlítið ár hvert.  Það sjást engin merki þess, að hann hopi.  Þetta kann að hljóma undarlega á sama tíma og allir jöklar jarðar fara minnkndi.

Piterakvindurinn í Angmagssalikhéraði getur náð 250 km hraða á klst.

Suðurbungan nær 2.760 m hæð yfir sjó en sú nyrðri 3.300 m.  U.þ.b. 630 rúmkílómetrar af ís myndast árlega.  Í 100 km fjarlægð frá ströndinni hefur rekavegalengd íss mælzt allt að 100 mílur á ári.

Skriðjöklar  falla frá meginhvelinu um dali og firði.  Hinn þekktasti þeirra er vafalaust Jakobshafnarjölull, hann skríður fram um 30 m að meðaltali á dag og á 5 mínútna fresti kelfir hann borgarís.  Áætlað er, að ísmagnið, sem brotnar af, sé u.þ.b. 25-30 milljónir tonna á dag.  Skriðhraði jökla er misjafn, en nær allt að 40 m á dag, sem er mesti hraði skriðjökla á jörðinni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM