Selir Grænland,


SELIR
.

.

Utanríkisrnt.

Selategundir við landið eru aðeins taldar tvær, landselur og útselur, þótt iðulega komi norðlægari tegundir í heimsókn (hringanóri, blöðruselur, vöðuselur, kampselur og rostungur).  Heimilt er að veiða seli allt árið, en undanfarna áratugi hefur stöðugt dregið úr selveiðum, einkum vegna lítils verðmætis afurðanna.  Aðgerðir náttúruverndarsinna hafa aðallega valdið verðfallinu.  Þessar aðgerðir hafa ekki komið Íslendingum mjög illa miðað við nútímaaðstæður, þótt margir sjómenn telji, að sístækkandi selastofnar valdi samdrætti í veiðum ýmissa fisktegunda.  Inúítar urðu harðast úti vegna þess, að þeir byggðu stóran hluta afkomu sinnar á sölu selskinna.  Víðast hvar, umhverfis landið, er hægt að skoða seli í sjó eða á landi.  Bezt er að kíkja á þá í grennd við látur, á sandströndum og skerjum.  Þeir halda sig oftast í grennd við land, einkum þar sem þeim stafar hætta af óvinum sínum, s.s. háhyrningum.
 

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM