Færeyjar Þórshöfn,
[Flag of the Faroe Islands]


ÞÓRSHÖFN í FÆREYJUM
.

.

Utanríkisrnt.

 

Nafngjafi höfuðborgarinnar er enginn annar en þrumuguðinn Þór.  Bærinn var stofnaður árið 825, þegar fyrstu landnámsmennirnir komu frá Noregi.  Íbúafjöldinn var u.þ.b. 15.000 1. des. 1999, sem gerir Þórshöfn hugsanlega að minnstu höfuðborg heims.  Samt sem áður er þetta nútímabær.  Innan bæjarmarkanna er fjöldi áhugaverðra staða, söfn, hús, minnisvarðar, garðar o.fl.  Niðri við höfnina er Þinganes, þar sem eitthvert elzta þing heims, Lögþingið, var stofnað. Skansinn er gamalt virki frá 1580, sem var notað til varnar gegn sjóræningjum.  Síðar var það stækkað og gert upp.  Í Napóleonsstyrjöldunum (1789-1814) var það talið öflugasta virki Norður-Evrópu.  Í síðari heimsstyrjöldinni, þegar Bretar hersátu Færeyjar, var Skansinn notaður fyrir aðalstöðvar konunglega sjóhersins. Þinganes var fyrsti þingstaður landnemanna frá 825.  Þar var kristni lögtekin árið 999 fyrir tilstuðlan Sigmunds Brestissonar, Færeyings, sem varð síðar hirðmaður konungs.

Elzta byggð Þórshafnar er einnig á Þinganesi.  Margar byggingar frá 16. og 17. öld standa þar enn þá. Bæjartorgið er miðstöð bæjarlífsins.  Þar er Lögþingið og ráðhúsið.  Göngugata liggur til norðurs í gegnum aðalverzlunargötuna.  S.M.S. klasinn er innan kílómetra fjarlægðar frá Bæjartorginu við R.C. Effersögötu, sem er ein aðalumferðargata bæjarins.  Þar eru margar verzlanir, banki, pósthús og apótek auk annarrar þjónustu.


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM