Færeyjar Suður Straumey,
[Flag of the Faroe Islands]


SUÐUR STRAUMEY
FÆREYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

 

Straumey er stærst Færeyja og þéttbyggðust.  Þar er höfuðborgin Þórshöfn nálægt suðurenda hennar.  Straumey er tengd Austurey með bílabrú en bæirnir Tóftir og Strendur eru tengdir með bílaferjum.  Þessar tvær eyjar eru taldar vera meginland Færeyja.  Í höfuðborginni er veitt þjónusta, sem er talsvert meiri en í borgum af sömu stærð annars staðar. Kirkjubær er þorp við miðaldarrústirnar af kirkju heilags Magnúsar.  Þar er menningar- og trúarleg miðstöð eyjanna 13 km suðvestan Þórshafnar.  Meðal fjölda sögulegra minja þar er miðaldarbær, sem er velviðhaldið og hýsir safn. Norðan Þórshafnar, meðfram Kaldbaksfirði, eru tvö þorp, Hvítanes að sunnanverðu og Kaldbakur að norðanverðu.

Talsverð fiskirækt er í firðinum. Nokkrir góðir veiðistaðir eru á Straumey.  Hinir vinsælustu eru Leynivatn á miðri eyjunni og Saksunarvatn á henni norðvestanverði.  Í Saksun er gamall bær, Dúfugarðar, sem er safn.  Þorpið sjálft er u.þ.b. 50 ofan sjávarmáls og neðan hans er strönd við mjóan fjörð, þar sem er verulegur munur flóðs og fjöru.  Í útfiri er hægt að finna margs konar sjávardýr í fjörunni.
.

Þórshöfn
Hvítanes
Sund
Kaldbakur
Norðradalur
Syðridalur
Velbastaður
Kirkjubær


.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM