Algeirsborg Alsír,
Flag of Algeria


ALGEIRSBORG
ALSÍR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Algeirsborg er höfuđ- og ađalhafnarborg Alsír.  Hún er miđstöđ stjórn-, efnahags- og menningarmála landsins.  Borgin stendur í hlíđum Sahel-hćđa, sem liggja međfram ströndinni, á 16 km svćđi međfram Alsírflóa og snýr gegn austri og norđri.  Yfirbragđ hennar er fagurt međ hvítkölkuđum húsum og hún líkist einna helzt skeifulaga hringleikahúsi.  Nafniđ kemur úr arabísku og ţýđir „Eyjan”, enda voru nokkrar smáeyjar á flóanum fyrrum.  Ađeins ein ţeirra er eftir sem slík, ţví ađ hinar hafa veriđ tengdar landi eđa horfiđ vegna hafnarframkvćmda.

Algeirsborg er ein margra borga, sem Fönikíumenn stofnuđu í nýlendum sínum í Norđur-Afríku.  Karţagómenn og Rómverjar ţekktu hana sem Icosium.  Vandalar eyddu henni á 5. öld.  Hún var endurbyggđ á valdatíma berba á 10. öld sem miđstöđ viđskipta viđ Miđjarđarhafiđ.  Snemma á 16. öld leituđu margir márar, sem voru hraktir frá Spáni, hćlis í borginni.  Nokkrir ţeirra hófu sjórán, sem beindust gegn spćnskum skipum og Spánverjar komu sér upp virki á eyjunni Peńon í Alsírflóa til ađ verjast ţeim.  Emírinn í Alsír leitađi til tyrkneskra sjórćningja um ađ hrekja Spánverja á brott frá eyjunni og einn ţeirra, Barbarossa (Khayr ad-Din), lagđi Algeirsborg undir sig áriđ 1529.  Hann hrakti Spánverja á brott og innlimađi Alsír í Ottómanaveldiđ.  Ţessi ţróun gerđi Algeirsborg ađ ađalađsetri tyrkneskra sjórćningja nćstu ţrjár aldirnar.  Evrópuveldin reyndu margoft ađ brjóta ţá á bak aftur.  Karl V, keisari Hins heilaga rómverska ríkis, sendi fjölda herskipa gegn ţeim áriđ 1541 og Bretar, Hollendingar og Bandaríkjamenn gerđu hiđ sama snemma á 19. öld.  Sjórán frá borginni héldu áfram, ţótt úr ţeim drćgi, ţar til Frakkar lögđu hana undir sig áriđ 1830.  Ţeir gerđu Algeirsborg ađ miđstöđ hers og stjórnsýslu í nýlendum sínum í Norđur- og Vestur-Afríku.

Í síđari heimsstyrjöldinni varđ Algeirsborg ađ höfuđstöđvum bandamanna í Norđur-Afríku og um tíma bráđabirgđahöfuđborg Frakka.  Á sjötta áratugnum, ţegar uppreisn Alsírbúa gegn Frökkum hófst, var höfuđborgin ađalbitbeiniđ.  Eftir ađ sjálfstćđi var fengiđ 1962 voru gerđar gífurlegar breytingar á borginni til ađ gera hana ađ nútímahöfuđborg sósíalísks ţjóđfélags.  Stór hluti evrópskra íbúa hennar hvarf á brott á fyrstu áratugum hins sjálfstćđa ríkis.  Gömlu tyrknesku eđa múslimsku hlutar borgarinnar eru í efri hlíđum hćđanna og ţar gefur enn ţá ađ líta gamla byggingarstílinn, há hús međ svörtum veggjum og mjóar og hlykkjóttar götur.

Yfir múslimahverfinu gnćfir virkiđ Kasbah (Qasbah), sem var bústađur síđustu tyrknesku landstjóranna (deys) í Alsír.  Ketchaoua moskan er áberandi bygging í múslimahverfinu.  Hún var dómkirkja h. Filips til 1962 og var byggđ á árunum 1845-60.  Franski hluti borgarinnar ţróađist neđar í hlíđunum, nćr höfninni.  Ţar er fjöldi torga og breiđ strćti.  Í miđri nútímaborginni eru Alsírháskóli (1879), fjöldi erlendra sendiráđa og nokkur háhýsi.  Annars stađar getur ađ líta Ţjóđarbókhlöđuna, gömlu erkibiskupahöllina, sem var fyrrum höll landstjóranna (deys), og vetrarhöllina, sem var fyrrum ađsetur frönsku landstjóranna.  Algeirsborg hefur haldiđ áfram ađ vaxa til suđurs til ađ taka viđ fólki úr ofsetnum miđbćnum.

Höfn Algeirsborgar er ađallega nýtt til innflutnings hráefna, iđnađarvöru og neyzluvöru.  Helztu útflutingsvörurnar eru vín, grćnmeti, glóaldin, járngrýti og fosfat.  Millilandaflugvöllurinn Dar el-Beďda er austan borgarinnar.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1987 var tćplaga 1,5 miljónir.

Áriđ 2008 gáfu Karl Smári Hreinsson, M. Paed. og Adam Nichols, prófessor, út Reisubók Ólafs Egilssonar á ensku, „The Travels of Reverend Ólafur Egilsson”.  Ţar er lýsing á Algeirsborg frá fyrri hluta 17. aldar, ţar sem Ólafur var međal fanganna í „Tyrkjaráninu” áriđ 1627.

 TIL BAKA           Ferđaheimur - Hverafold 48 - 112 Reykjavik - 567-6242 - info@nat.is - Heimildir                  HEIM