| 
           
        
        Mers el-Kabir er borg í norðausturhluta Alsír við
        vestanverðan botn Oranflóa.  Borgin
        var Almohad-vopnabúr flotans á 12. öld. 
        Hún var undir stjórn Tlemcen á 15. öld og Korsíkumanna 1492. 
        Síðar lögðu Spánverja, Portúgalar og Tyrkir hana undir sig
        þar til Frakkar náðu henni 1830 og gerðu hana að mikilli flotastöð
        á árunum 1939-56.  Nafnið
        þýðir Stórahöfn.  Árið
        1940 lá mestur hluti franska flotans við akkeri í höfninni, þegar
        brezk flotadeild kom og sökkti og laskaði flest skipin til að þau kæmust
        ekki í hendur Þjóðverja.  Samkvæmt Evian-samningnum um sjálfstæði Alsír árið
        1962 máttu Frakkar nýta höfnina næstu 15 árin en þeir létu Alsíringum
        hana eftir árið 1968.  Mers
        el-Kebir er við rætur Santonfjalls, sem teygist áfram út á Mers el-Kebir-höfða. 
        Áætlaður íbúafjöldi árið 1987 var rúmlega 11 þúsund.  |