| 
           
                    
                     Luanda (Loanda; fyrrum São Paulo
        de Luanda) er borg í Norður-Angóla við Atlantshafið.  Hún er höfuðborg landsins, stærst borga þess og lífleg
        hafnarborg.  Paulo dias de
        Novais stofnaði hana árið 1576 og hún varð stjórnsýslusetur nýlendu
        Portúgala árið 1627.  Um
        tíma var hún aðalmiðstöð þrælasölu til Brasilíu. 
        Gamla virkið São Miguel stendur á Luandaeyju utan hafnarinnar. 
           
                    Loftslagið í borginni er heitt og
        þægilegt.  Skammt utan
        hennar er millilandaflugvöllur.  Hún
        er setur rómversk-katólsks erkibiskups og Ríkisháskólinn var stofnaður
        1962.  Borgin er í járnbrautasambandi
        við Malange (608 km austar).  Helztu
        útflutningsvörur eru kaffi, baðmull, demantar, járn og salt. 
        Háhýsi og breiðgötur gefa borginni nútímalegt yfirbragð. 
        Fjöldi Mbundu-manna býr í borginni og þar búa einnig
        allmargir Kúbverjar, bæði hermenn og borgarar. 
        Portúgalarnir, sem bjuggu í borginni, fluttu flestir heim, þegar
        landið fékk sjálfstæði 1975.  Fátækrahverfin
        eru aðallega í efri hluta borgarinnar en iðnaðar- og viðskiptahverfin
        í hinum neðri.  Olía
        fannst í nágrenni borgarinnar 1955 og olíuhreinsunarstöð var reist
        við norðurmynni Luanda-fjarðar. 
        Skæruliðar ollu miklu tjóni í stöðinni 1981 en hún var
        lagfærð strax sama ár. 
           
          
        Umhverfis borgina er hitabeltisströnd og ofan
        hennar tekur við vatnasvið Kwanza-árinnar og annarra vatnsfalla. 
        Cambambe-stíflan var byggða 177 km norðvestan Luanda til að
        afla borgarbúum raforku.  Á þessu svæði eru aðallega ræktaðar kaffibaunir, baðmull,
        sykurreir, olíufræ og pálmar (olía; kókoskjarnar).  Nautgriparækt er mikilvæg búgrein.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1987 var rúmlega 1,1 miljón.  |