Porto Novo Benín,
Flag of Benin


PORTO NOVO
BENÍN

.

.

Utanríkisrnt.

 

Porto-Novo, fyrrum Dahomey, er höfuðborg Benin við Guineaflóa í Vestur-Afríku.  Hún stendur við lón allrasyðst í landinu og var líklega stofnuð síðla á 16. öld sem höfuðborg konungsríkisins Porto-Novo og dafnaði aðallega vegna þrælasölu Portúgala.  Þarna sjást enn þá rústir nokkurra halla og enn standa mörg nýlenduhús eins og gamla, portúgalska dómkirkjan.  Stjórn landsins hefur aðsetur í borginni og stjórnsýslubyggingar eins og skjalasafnið og landsbókasafnið eru þar.  Borgin er í vega- og járnbrautarsambandi við aðaliðnaðarborgina Cotonou og Lagos í Níegeríu.  Hún hefur ekki þróast sem skyldi sem miðstöð iðnaðar og viðskipta vegna betri samgangna við Coonou og góðra hafnarskilyrða þar.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1982 var rúmlega 208 þúsund.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM