| 
           
                    
                     Ouagadougou er höfuðborg
        og stærst borga Burkina Faso (fyrrum Efri-Volta). 
        Hún var höfuðborg konungsríkis Mossifólksins, Wagadugu, sem
        var stofnuð á 15. öld (setur morho naba = kóngsins mikla). 
        Islam hélt innreið sína á dögum konungsins Maba Dulugu
        (1796?-1825).  Kóngurinn
        mikli býr enn þá í borginni, þótt vald hans hafi rýrnað mikið síðan
        á nýlendutíma Frakka og eftir að landið fékk sjálfstæði. 
        Ouagadougou er borg stórra trjáa og nútímabygginga en
          umkringd hefðbundnum íbúðahverfum.  Þar er markaður, handverksmiðstöð, Þjóðminjasafn og
        Borgarháskólinn (1969).  Borgin
        er tengd hafnarborginni Abidjan á Fílabeinsströndinni með járnbraut
        og skammt utan hennar er millilandaflugvöllur. 
        Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru gosdrykkir, eldspýtur
        og skófatnaður.  Áætlaður
        íbúafjöldi árið 1985 var tæplega 360 þúsund.  |