| 
           
                    
                     Bujumbura, fyrrum Usumbura,
        er höfuðborg og aðalhöfn Búrúndí og Bujumbura-héraðs í
        vesturhluta landsins við norðurenda Tanganyika-vatns. 
        Þaðan eru vörur fluttar með ferjum til Kigoma-Ujiji í Tansaníu
        og áfram með járnbraut til Dar es Salaam. 
        Skammt utan borgarinnar er millilandaflugvöllur. 
        Mikið er ræktað af baðmull umhverfis borgina og talsvert
        framleitt af vefnaðarvöru, netum, húðum, bjór, sementi og lyfjum. 
        Veiðar í vatninu 
        og vinnsla í landi eru mikilvægar atvinnugreinar. Talsvert er framleitt af
        kaffi í borginni. 
           
                    Háskólinn
        var stofnaður árið 1960.  Davíð
        Livingstone og Henry Morton Stanley heimsóttu bæinn árið 1871. 
        Um aldamótin reistu Þjóðverjar þar mikilvæga herstöð, þegar
        landið var hluti af Þýzku Austur-Afríku. 
        Árið 1923 varð bærinn höfuðborg belgíska yfirráðasvæðisins
        (verndarsvæði eftir 1946) Ruanda-Urundi. 
        Bujumbura varð höfuðborg Búrúndi 1962 um leið og nafninu
        var breytt úr Usumbura.  Áætlaður
        íbúafjöldi árið 1986 var tæplega 273 þúsund.  |