| 
           
        Flóra og fána.  
                    Hin náttúrulega skógarflóra er næstum horfin og finnst nær 
                    eingöngu hátt uppi í fjallahlíðum.  Uppi á hásléttunum 
                    eru skógaleifar á hæstu steppusvæðunum.  Veiðiþjófnaður 
                    hefur valdið miklum óskunda og minnkandi dýrastofnum.  
                    Fílastofninn er næstum horfinn og eftir eru vatnabuffalar, 
                    vörtusvín, babúnar og antelóputegundir. 
           
                    
        Loftslagið.  
                    Hæð landsins yfir sjó hefur veruleg áhrif á loftslagið og 
                    dregur úr einkennum hitabeltisins.  Það er fremur 
                    svalandi uppi á hásléttunni, 21°C að meðaltali árið um kring 
                    á daginn og fer niður í 15°C um nætur.  Lægra 
          yfir sjó er hitastigið aðeins litlu hærra, t.d. í Bujumbura í 
          Imbo-dalnum.  Árleg meðalúrkoma er á bilinu 1500-1800 mm á hæstu 
          svæðum en aðeins 1000 mm við Tanganyika-vatnið.  Þurrasti tíminn 
          er frá maí til ágúst en ella dreifist úrkoman nokkuð jafnt yfir árið.  |