| 
           
        Flóra og fána.  
        Landið skiptist í þrjú gróðursvæði eftir úrkomu.  Þau eru blaut og þurr 
        svæði í hitabeltinu í suðurhlutanum.  Einkennisgróðurinn þar er runnear, 
        hátt gras og strjál lauftré.  Annað svæðið er hálfþurrka hitabeltissvæði 
        (Sahel) með steppugróðri.  Það hverfur síðan fyrir þyrnirunnum og opinni 
        steppu.  Þriðja svæðið er heitt og þurrt með sandöldum og hásléttum með 
        strjálum gróðri og pálmavinjum. 
         
                    Hátt grasið og víðlend mýrarsvæði á steppunum skarta 
                    fjölbreyttu dýralífi.  Þar eru 
          stór spendýr, fílar, flóðhestar, nashyrningar, vörtusvín, gíraffar, 
          antelópur, ljón, hlébarðar og blettatígrar auk fjölda fugla- og 
          skriðdýrategunda.  Í ám og stöðuvötnum er urmull af fiski.  
          Á mýrarsvæðunum er einnig aragrúi skordýra og sum þeirra eru hættuleg.
           
           
        Loftslagið.  
        Chad teygist yfir margar breiddargráður frá hádegisbaugi og nær því yfir 
        nokkur loftslagsbelti, allt frá heitum og rökum til heitra og þurra.  Í 
        borgunum Moundou og Sarh í vesturhlutanum og á þurra hitabeltissvæðinu 
        er meðaúrkoman á ári 800-1200 mm, aðallega milli maí og október.  Á 
        hálfþurrkasvæðunum í hitabeltinu í miðju landi (Sahel), þar sem 
        N’Djamena er, er meðalársúrkoman 250-800 mm, aðallega í júní til 
        september.  Í norðurhlutanum rignir sjaldan og meðalúrkoman í Largeau er 
        innan við 25 mm. 
           
          Regntíminn í Chad er 
        tiltölulega stuttur.  Þurrkatíminn, desember-febrúar, er svalur miðað 
        við aðstæður með meðaldagshitann 29°C-35°C og allt niður í 13°C um nætur.  
        Frá byrjun marz verður mjög heitt þar til regntíminn hefst.  Í N’Kjamena 
        er dagshitinn allt að 38°C milli marz og júní.  Stórrigningar hefjast 
        þar í júlí og meðaldagshitinn lækkar talsvert en næturhitinn fer ekki 
        neðar en í 20°C fyrr en svalari þurrkatíminn hefst í nóvember.  |