| 
           
        
        
         Abu
        Gurob er í Mið-Egyptalandi á Gizasvæðinu. 
           
                    Sólarmusterið
        er 12 km sunnan Giza og 1,5 km norðvestan pýramídanna í Abusir. 
        Frá Giza tekur 1½ tíma að ríða þangað á asna, drómedara
        eða hesti.  Komi maður í
        bíl, þarf að ganga í u.þ.b. 20 mínútur. 
        Abu Gurob er velvarðveittar rústir af sólarhofi faraósins
        Niuserre (5.ætt), sem hann lét reisa til að minnast 30 ára
        valdaferils síns.  Abu
        Gurob er við jaðar eyðimerkurinnar. 
           
          Talið
        er að 5. höfðingjaættin (2465-2323) hafi látið reisa 6 hof til dýrðar
        sólguðnum Re en þá var hann í hávegum hafður og konungarnir voru
        synir hans.  Skammt suðaustan
        Abu Gurob er annað hof, User, sem talið er vera endurgerð af hinu
        horfna, stóra sólhofi í Heliopolis. 
           
          Árin
        1898-1901 stóð safnið í Berlín fyrir fornleifauppgreftri þar. 
        Ýmsir munir fundust en lágmyndir hofsins þóttu bera af og prýða
        nú söfnin í Berlín og Kaíró.  Gerð hofa 5. ættarinnar var ævinlega eins: 
        Dalhof með göngum upp í heiðurshofið og alltaf við jaðar
        eyðimerkurinnar.  Þau voru
        guðshús en ekki grafhýsi þeirra, sem létu reisa þau. 
        Sameiginlegt með þeim var opinn garður umhverfis sólareinsteinunginn. 
        Hann var miðja tilbeiðslunnar, sem fyrsti punktur hinnar rísandi
        sólar og framan við hann var altari, þar sem færðar voru fórnir. 
           
          Userkaf
        var forfaðir 5. ættar.  Árin
        1954-57 grófu svissneskir og þýzkir fornleifafræðingar hofið upp. 
        Það er minna en Abu Gurob og í verra ástandi. 
        Hluti veggja þess er frá dögum Ramses II. 
        Þar fannst svart höfuð af gyðjunni Neith, sem nú er varðveitt
        í safninu í Kaíró. 
        Mynd:  Niuserre-hofið.  |