| 
           
                    
					Abydos
        er í Efra-Egyptalandi, rúmlega 150 km frá Luxor á vesturbakka Nílar.
        Á milli þorpanna El-Kirba og El-Araba el-Madfuna eru rústir
        Abydoshofsins (hét Abodu á fornegypzku), sem telst til elztu grafsvæða
        Egyptalands og notað var fyrir fyrstu höfuðborg landsins, Thinis
        (This), allt frá dögum 1. og 2. höfðingjaættarinnar (ca 3000
        f.Kr.).  Hér voru faraóarnir
        lagðir til hinztu hvíldar með öllum helgisiðum og nýir knýndir. 
        Helgisiðirnir fólust í forgengileika og endurkomu alls
        veraldlegs. 
           
                    Dauðaguðinn,
        Kont-öamenti, sem var í hundslíki, var dýrkaður í borginni og á
        grafsvæðinu.  Þegar á tímum
        gamla ríkisins var tekin upp dýrkun Osiris, sem átti uppruna sinn í
        óshólmunum, og var gyðjunni helgað gamla hofið til jafns við
        Kont-amenti.  Gröf osiris
        var sögð vera í hólnum Umm el Gasb og allt frá dögum 6. ættarinnar
        létu menn grafa sig í Abydos.  Tækist
        mönnum ekki að komast sem pílagrímar þangað eða að fá grafreit
        þar, var farið með smurninga þeirra þangað áður en þeim var
        komið fyrir í grafhýsum.  Osiris
        var guð undirheima eftir að Seth hafði komið honum fyrir kattarnef. 
        Ísis leitaði hans og fann líkama hans rekinn í Níl, því að
        Seth hafði troðið honum í kistu og fleygt henni í ána. 
        Seth tók lík Osiris og reif það í 12 búta, sem hann dreifði
        vítt og breitt.  Isis fann
        þá aftur og vafði þá saman og varð þunguð af þess völdum. 
        Sonurinn Horus óx úr grasi og drap Seth. 
           
          
                    
          
        **Sethoshofið: 
         Sethos
        I lét hefja byggingu þess og Ramses II, sonur hans og eftirmaður, lét
        ljúka verkinu.  Auguste
        Mariette (1821-81), franskur Egyptalandsfræðingur, annaðist uppgröft
        hofsins árið 1859 og rannsókn þess. 
        Í hofinu eru 7 kapellur, sem helgaðar eru Osiris, Isis, Horus,
        Ptah, Re-Harakte, Amun og hinum guðlega konungi Sethos. 
        Athyglisverðar eru lágmyndir frá dögum Sethos I. 
        Þær teljast með því bezta, sem egypzk höggmyndalist hefur
        fram að færa. 
           
          
        
        Norðvestan
        hofs Ramses II eru rústir Sunet-el-Sebib, 133 m langar frá tímum 2.
        ættar.  Hugsanlega eru þetta
        rústir hal lar. 
           
          Nokkurra
        mínútna gang þaðan í norðaustur eru rústir hinnar fornu borgar
        Abydos.  Nálega 20 mínútna
        gang suðvestur frá Ramseshofinu er Umm El-Gaab hóllinn.  |