| 
           
          
                    Loftslag: 
        Í Egyptalandi ríkir eyðimerkurloftslag,
        hiti og þurrkar og kalt á nóttunni. 
        Við Miðjarðarhafið rignir á nóttunni en ekki í suðurhluta
        landsins, þótt sumar sé.  Í
        Súdan rignir á sumrin, þótt í hitabeltinu sé. 
           
                    
                    
        Dýralíf: 
        Dýralífið er að
        mestu háð gróðri landsins.  Þarna
        eru nokkrar gasellutegundir, eyðimerkurrefir, hýenur, sjakalar, mýs
        og gundi, kamelljón, eyðimerkurwaran, eitraðar slöngur (hornviper,
        urásslöngur, sem voru hinar heilögu slöngur faraóanna, og sandslöngur),
          flóðhestar, krókódílar, ljón, makkafé. 
        Sumar gasellutegundanna hurfu við byggingu Aswanstíflunnar og
        ásóknar í tennur
          þeirra og skinn. 
        Strúturinn hvarf af sömu ástæðum. 
        Enn þá finnast hlébarðar á Sínaískaga. 
        Gaupur og villiketti er að finna í Arabísku eyðimörkinni. 
           
                    
        
        Á
        byggðu bóli er mikið um héra, mýs og rottur, sem valda tjóni á
        landbúnaðarsvæðum.  Í
        Norður-Egyptalandi er mikið um leðurblökur. 
        Froskar eru meðfram Níl.  Á
        vatnasvæðum eru endur, gæsir, flamingóar, gammar, storkar, maríuerlur,
        hegrar, fálkar, finkur, vepjur, dúfur, íbis (sjaldgj.) auk margra
        norrænna farfugla. 
           
          Skordýr
        eru til vandræða á óshólmasvæðinu. 
        Moskító og mý breiða út malaríu og trákómu (augnveiki). 
        Engisprettur eru plága.  Sporðdrekar
        valda veikindum og stundum dauða. 
        Bjöllur og ormar geta verið hættulegir. 
           
          Fiskalíf
        í Níl er ekki svipur hjá sjón eftir byggingu Asvanstíflunnar. 
        Við strendur Miðjarðarhafsins eru höfrungar, túnfiskur, sverðfiskur,
        hákarlar, kolkrabbar, smokkfiskar, krabbar, skeldýr og svampar. 
        Í Rauðahafinu eru hákarlar og skötur (bæði hættuleg dýr). 
        Mikið um kóralmyndanir. 
           
          
          
          
          Íbúarnir,
        tungan og trúarbrögð: 
        Árið 1927 voru íbúarnir
        15 milljónir, 1966 = 30 milljónir og núna nálægt 58 milljónunum. 
        Fjölgunin nemur u.þ.b. einni milljón á ári.  Í Kaíró er íbúafjöldinn u.þ.b. 37.000 á km² og í
        Alexandríu 10.000.  90% íbúanna
        eru afkomendur Fornegypta og búa við fátækt og neyð. 
        Kristnir koptar eru u.þ.b 10 % íbúanna og búa helzt í
        borgum.  Innflytjendur frá
        Núbíu, hamítanegrar, eru helzt í þjónustustörfum. 
        Berbar eru helzt í vinjum (Siwa og Bischarin). 
        Bedúínar eru einu hreinu arabarnir (ca. 100.000). 
        Þeir hafa að mestu hætt hirðingjalífi. 
        Gyðingar eru að mestur horfnir úr landinu vegna stríðsástandsins. 
        93% íbúanna eru múslimar (sunnítar). 
        7% tilheyra koptakirkjunni, sem klofnaði frá móðurkirkjunni
        í Róm árið 451.  Fjölkvæni
        tíðkast ekki lengur, þótt leyft sé. 
           
          Ríkis-
        og talmálið í
        Egyptalandi er arabíska.  Yfir-
        og miðstéttarfólk talar frönsku og ensku. 
        Koptískan er skyld fornegypzku og er eingöngu notuð við
        helgiathafnir.  Núbíska og
        berbíska eru mállýzkur, sem eru mjög svæðisbundnar. 
           
          
          Menntun:  Síðan 1923 er 6 ára skólaskylda í landinu en víða
        skortir skóla, svo að ekki komast allir að. 
        Hinir átta háskólar landsins útskrifa fleiri en vinnumarkaðurinn
        tekur við.  Skortur er á
        tækniskólum.  |