Rauðahafið Egyptaland,
Flag of Egypt


RAUÐAHAFIÐ
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bahr el-Ahmar (rómv. Sinus Arabicus, mare Erythraeum, Mare Rubrum) er 460 þús. km², 2.240 km langt og allt að 355 km breitt. Meðaldýpi er 490 m en mest 2.604 m.  Rauðahafið er angi úr Indlandshafi á milli Arabíuskaga og Na-Afríku og myndar skilin á milli heimsálfanna.  Sínaískagi klýfur það í tvennt og myndar tvo stóra flóa, Akabaflóa og Súezflóa, sem tengist Miðjarðarhafi um Súezskurð (frá 1869).  Fauðahafið liggur í mikilli sigdæld frá tertíer.  Framhald hennar til norðurs er Jórdandalurinn en til suðurs um sigdældir Austur-Afríku.  Á öllu þessu svæði má finna merki um eldvirkni. Báðum megin sigdældarinnar rísa miklir fjallgarðar, sem teygja sig upp í 2000 m hæð.  Með ströndum fram eru risavaxin kóralrif, sem skipaumferð stafar hætta af.

Nafnið Rauðahaf er sagt dregið af einhverju eftirfarandi atriða:  Rauðleitum fjöllum umhverfis það, rauðum blæ þörungagróðurs í hafinu eða fornsögulegu nafni Norðaustur-Afríku, „Land hinna rauðu”.

Í fornöld var norðurhluti Rauðahafs veigamikil miðstöð verzlunar og viðskipta við Asíu.  Á miðöldum vegna viðskipta milli Asíu og Feneyja, Písa, Genúa o.fl. borga í Evrópu.  Við opnun Súezskurðarins árið 1869 óx vegur Rauðahafsins á ný.  Þrátt fyrir miklar samgöngur á Rauðahafi, var erfitt um vik með búsetu á ströndum þess vegna vatnsskorts.  Aðalbaðstaðir eru Hurghada og Ain el-Suchna, þar sem eru brennisteinshverir.

NB!
Vegna fjölda hákarla og annarra hættulegra ránfiska ætti enginn að synda út fyrir kóralrifin!

Saltmagn Rauðahafsins er mikið vegna lítils aðstreymis fersks vatns (4,2% í Súezflóa og 3,65% við Perimeyju).  Saltmagn eykst verulega með dýpi.  Árið 1964 uppgötvaði þýzkt rannsóknarskip, Meteor, þá statt á 21°30'N og 6°A, saltinnihald allt að 33% á yfir 2000 m dýpi við 60°C.  Svæðið mældist 5-10 km langt og 100 m þykkt.  Straumar liggja norður með Arabíuskaga og suður með ströndum Afríku, mest fyrir áhrif monsúnvinda.  lagskiptir gagnstraumar bera saltríkan djúpsjó til Indlandshafs.  meðalmunur flóðs og fjöru er 0,6 m en mestur 2,10 m.

Rauðahafið er hlýjast allra hafa.  Yfirborðshitinn nær 35°C en er að meðaltali 21,5°C.  Liturinn er dökk- og grænblár.  Stundum valda þörungar og jarðefni öðrum blæ.  Loftslagið við Rauðahaf er heitt og þurrt.  úrkoma er fátíð og óregluleg en uppgufun veldur háu rakastigi.  Lofthiti á sumrin fer yfir 40°C í skugga en norðlægir vindar draga úr honum á veturna.  Við suðurhluta Rauðahafs blása monsúnvindar úr suðri á sumrin en norðri á veturna og svala verulega.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM