Asseb Eritrea,
Flag of Eritrea


ASSAB
ERITREA
.

.

Utanríkisrnt.

 

 

Assab er hafnarborg við Rauðahafið í suðausturhluta Eritreu.  Hún stendur við mynni Assabflóa og er næstmikilvægasta hafnarborg landsins.  Þarna var fyrrum endastöð úlfaldalestanna, sem komu yfir Denakil-sléttuna.  Árið 1869 náðu Ítalar yfirráðum yfir strandlengjunni á þessum slóðum og árið 1882 varð landið fyrsta nýlenda Ítala í Afríku.  Á nýlendutímanum varð borgin að fríverzlunarsvæði fyrir hina landluktu Eritreu og var í vegasambandi við Dese á Eþíópíuhálendinu við hraðbrautina milli Addis Ababa og Asmara.  Eftir stofnun sambandsríkis Eritreu og Eþíópíu árið 1952 og innlimun Eritreu í Eþíópíu 1962 varð Assab mikilvæg hafnarborg fyrir suður- og miðhluta landsins.  Þegar vegur hennar var mestur, fóru u.þ.b. 70% allra út- og innflutningsviðskipta um hana og þar reis lítil herstöð og fyrsta olíuhreinsunarstöð landsins árið 1967.  Eftir aðskilnaðinn frá Eþíópíu 1993 hélt Assab stöðu sinni sem fríhöfn fyrir Eþíópíu.  Í borginni er einnig stór saltvinnsla og vatnseimingarstöð.

 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM