| 
           
        
        
         Landslag,
        loftslag og lega eru veigamestu þættirnir í dreifingu íbúanna um
        landið.  Þótt hásléttan
        sé einungis fjórðungur heildarflatarmálsins, býr þar u.þ.b.
        helmingur landsmanna og flestir hafa þar fasta búsetu og stunda þar
        sjálfsþurftarbúskap ásamt söluræktun, þar sem veður leyfir. 
        Bændurinir haga uppskerunni eftir árstíðum og aðeins einn smáþjóðflokkur,
        Rashaida, lifir hirðingjalífi.
        
        
         
        
        
        
         
        
        
        
        Á nýlendutíma Ítala frá
        1889-1941 dafnaði þéttbýlislíf í tengslum við stofnun Asmara sem
        höfuðborgar með gömlu borgina Assab (Aseb) sem hafnarborg og fjölda
        þorpa og bæja á hásléttunni.  Massawa
        var þá þegar gömul hafnar- og markaðsborg með traust tengsl við
        arabaheiminn.  Í lok nýlendutímans var þéttbýli mest í Eritreu af löndunum,
        sem talin eru til Horns Afríku (15%). 
        Þá voru flestir íbúar borganna og stærri bæja Ítalar, sem
        yfirgáfu landið.  Fjöldi
        Eritrea flutti úr landi í stað þess að setjast að í borgunum, þannig
        að hlutföllin breyttust lítið fram að sjálfstæði landsins árið
        1993. 
           
          
          
        Tungumálahópar eru allmargir í
        landinu og flestir þeirra hafa sína eigin menningu.  Háslétta landsins er framhald Eþíópíuhásléttunnar til
        norðurs og flestir bændur þar eru af kynstofni Tigray, sem býr líka
        í Tigray-héraði í Eþíópíu. 
        Tunga þessa fólks er töluð beggja vegna landamæranna og nær
        til næstum helmings landsmanna.
         
        
          
           
        
        
         
          
        
          Tigre-mælandi fólk býr á nyrzta
        hluta Eritreusléttunnar og á láglendissvæðunum austan og vestan
        hennar.  Bæði tigre- og
        tigrinya-tungurnar hafa sama ritmál eru raktar til sama stofns (fornsemitísku,
        Ge’ez) en þær skiljast ekki gagnkvæmt. 
        Á norðurhluta sléttunnar býr einnig fólk, sem talar bilin (kússneskt
        mál).  Rashaida-hirðingjarnir
        tala arabísku. 
           
          
        
          Afar-hirðingjar búa á suðurströndinni
        og ættingjar þeirra búa handan landamæra Djibouti og Eþíópíu (líka
        nefndir Denakil eftir svæðinu, sem þeir búa á).  Strandlengjan sunnan Massawa og austurhlutar sléttunnar eru
        byggðir Saho-bændum.  Á
        vestursléttunni ber mest á Beja-fólkinu, sem á ættingja handan súdönsku
        landamæranna.  Tveir
        litilir hópar Nílarættflokka, Kunama og Nara, búa einnig í
        vesturhlutanum. 
           
          
        
          Sögulega séð hafa trúarbrögð
        þjóðflokkanna á Horni Afríku verið aðaleinkenni þeirra. 
        Kristnin hafði fest rætur á strandlengjunni á 4. öld og náði
        síðan fótfestu á hásléttunni. 
        Mónófýsítar (rétttrúnaðarhópur í Eþíópíu frá 5. öld)
        hafa haldið trúnni á Krist einan (ekki hinn þríeina guð). 
        Þessi trú nær til u.þ.b. helmings þjóðarinnar (næstum
        alls tigray-fólksins).  Islam
        flæddi yfir Rauðahafið og neyddi Eþíópíumenn til að hörfa inn
        í landið og til fjalla.  Aðrir
        þjóðflokkar á láglendinu fluttust um set á Horni Afríku og islam
        náði að breiðast út á því svæði og á austurströndinni,
        vesturhásléttunni í Eritreu og nyrzta hluta hásléttunnar. 
        Múslimar eru áberandi í viðskiptum í borgum landsins. 
        Samkeppni milli sjálfsþurftarbænda og bænda, sem rækta söluafurðir
        er mikil og völd í viðskiptum og stjórnmálum byggjast á trúarbrögðunum. 
           
          
          
        Á
        nýlendutímanum störfuðu evrópskir trúboðar katólskra og mótmælenda
        í landinu.  Þeim varð
        talsvert ágengt meðal Kunama-fólksins og náðu til margra í borgum
        landsins vegna nútímemenntunar, sem þeir buðu trúskiptingum.  |