| 
           
                     Aksum er forn borg í
        Norđur-Eţíópíu rétt vestan Adwa í 2100 m hćđ yfir sjó. 
        Hún var höfuđborg konungsríkisins Aksum en er nú ferđamannastađur
        og helgidómur, sem er bezt kunnur fyrir fornminjar. 
        Ţar standa og liggja 126 einsteinungar úr graníti á ađaltorginu.  Hinn hćsti ţeirra er 34 m hár er fallinn og er líklega
        lengsti einsteinungur heims.  Nokkrir
        einsteinunganna eru skreyttir áletrunum. 
        Á sumum ţeirra eru tilhöggnar dyr og gluggar, ţannig ađ ţeir
        líta út eins og byggingar.  Nýlegasti
        einsteinungurinn lýsir kristnitökunni á 4. öld. 
        Viđ fornminjarannsóknir í fornri höll í borginni komu 27
        steinhásćti í ljós. 
           
          
        Aksum hefur löngum veriđ heilög miđstöđ Eţíópískurétttrúnađarkirkjunnar. 
        Verk Kebra Negast, Dýrđ konunganna, frá 14. öld, setur svip
        á borgina.  Ţađ lýsir
        flutningi sáttmálaarkarinnar frá Jerúsalem til Aksum á tímum
        Menilek I konungs, sonar Salómons og drottingarinnar af Saba (Makeda). 
        Samkvćmt ţjóđsögunni er ţessi sáttmáli varđveittur í
        kirkju hl. Maríu frá Síon.  Í
        aldanna rás hefur ţessi kirkja veriđ margendurbyggđ og núverandi
        kirkja er frá 17. öld.  Haile
        Selassie I, keisari, lét reisa nýja kirkju međ sama nafni nćrri
        hinni gömlu áriđ 1965.  Í borginni eru sjúkrahús, heilsugćzlustöđ og félagsmiđstöđ
        og í nćsta nágrenni er flugvöllur. 
        Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1989 var tćplega 22 ţúsund.  |