| 
           
           Lalibela er oft kölluð áttunda 
                    undur veraldar.  Hún er lítil borg á miðju Eþíópska 
                    hálendisins á klettóttu og þurru svæði, þar sem bændur geta 
                    aðeins ræktað jörðina á regntímanum.  Fyrrum hét borgin 
                    Roha og var höfuðborg Zagwe-höfðingjaættarinnar, sem réði 
                    Eþíópíu frá 10. öld fram á hina þrettándu.  Lalibela 
                    konungur lét höggva hinar 13 kirkjur inn í klettana.  
                    Veggjaristur þeirra sýna sumar dýrlinga en aðrar dulræn 
                    fyrirbrigði. 
           
                    Margar þjóðsögur eru sagðar af þessum konungi.  Ein 
                    þeirra segir, að eldri bróðir hans hafi byrlað honum eitur 
                    og hann hafi horfið yfir móðuna miklu í þrjá daga en komið 
                    aftur með fyrirmæli um byggingu kirknanna.  
                    Önnur saga 
                    segir frá úlegð hans í Jerúsalem og þar hafi hann fengið vitrun 
          um byggingu kirknanna og gera borgina að nýrri Jerúsalem.  Þar 
          heitir ein ársprænan Jórdan og þar er líka grafhýsi Abrahams.  
          Enn ein þjóðsagan segir að riddarar frá Evrópu hafi látið gera 
          kirkjurnar.   
           
          Í einni þeirra er súla þakin baðmull.  Munk dreymdi, að hann sæi 
          Krist kyssa hana.  Samkvæmt kenningum munkanna, er fortíð, nútíð 
          og framtíð þannig falin í súlunni.   
           
          Kirkjurnar eru tengdar mjóum göngum.  |