| 
           
        
        Ferkéssédougou er
        samgöngumiðstöð vega- og járnbrautakerfisins milli Ouagadougou í
        Burkina Faso og Abidjan, höfuðborgar Fílabeinsstrandarinnar.  Senufo- og dyula-bændur rækta hrísgrjón, hirsi, maís,
        kartöflur (yams) og baðmull á steppunum umhverfis, sem þeir selja á
        markaðnum í borginni.  Borgin
        er setur rannsóknarstofnana landbúnaðarins og hrísgrjónaverksmiðju. 
        Dyula-fólkið, sem aðhyllist islam, á aðalmosku sína í
        borginni.  Hún var byggð
        í súdönskum stíl.  Þessi
        þjóðflokkur ræktar nautgripi og annað kvikfé í nærliggjandi
        sveitum.  Áætlaður íbúafjöldi
        árið 1988 var rúmlega 35 þúsund.  |