| 
           
                    Handan
        strandlengjunnar er hitabeltisskógur, sem var næstum 207 km breið
        fram undir aldamótin 1900.  Nú
        er þetta svæði mun víðáttuminna og í laginu eins og þríhyrningur
        með háhornið rétt austan Abidjan og grunnlínu meðfram landamærum
        Líberíu.  Hið ræktaða
        frumskógarsvæði austan þessa þríhyrnings var rutt að hluta fyrir
        búgarða, einkum meðfram landamærunum að Ghana og á svæðinu í
        kringum Bouaké.  Fjórða
        svæðið nær yfir strjálbýlt svæði á norðursteppunum, þar sem
        beitiland er gott.  Þar
        hefur rúmlega 24.000 km² verið ráðstafað til Komoé-þjóðgarðsins. 
           
        
        
        Vatnasvæði. 
        Cavalla-áin rennur meðfram mestum hluta landamæranna að Líberíu
        og
          Sassandra, Bandama og Komoé renna til suðurs til Gíneuflóa. 
        Þær eru lítt fallnar til samgangna og flutninga vegna fjölda
        fossa og flúða. 
           
          
        Loftslag.  Í landinu ríkir
        hitabeltis og suðursteppuloftslag. 
        Norðan 8°N ríkir hið síðarnefnda. 
        Það einkennist af skraufaþurrum vindi, harmattan, sem blæs úr
        norðaustri frá desember til febrúar. 
        Þurrkatíminn er frá nóvember til marz. 
        Úrkomutímabilið er aðeins eitt og heildarársúrkoman er í
        kringum1130 mm í norðaustur- og miðhlutunum og 1470 mm í norðvesturhlutanum. 
        Þessi svæði eru þurrari en aðrir landshlutar og þar er svolítið
        svalara vegna hæðar yfir sjó.  Sunnan
        8°N eru tvö úrkomutímabil og þrjú loftslagssvæði. 
        Við Innri mörk strandsvæðisins rígnir mest frá maí til júlí
        og minna í október og nóvember (1880 mm í Abidjan). 
        Meðfram ströndinni ríkja mismunandi skilyrði milli svæða. 
        Hitamunur milli mánaða er lítill og sólarhringshitinn er frá
        21°C til 25°C.  Í regnskóginum
        og á suðurhluta steppusvæðisins eru mörk úrkomutímans ekki eins
        skörp.  Sólarhringshitinn
        þar er á bilinu 16°C-39°C og rakastigið er oft hátt. 
        Uppi í fjalllendinu vestar er enginn þurrkatími og úrkoman er
        í kringum 1960 mm.  |