| 
           
        Séguéla er borg á miðvestanverðri Fílabeinsströndinni á
        mótum vegarins milli Man-Bouaké og Bounddiali-Daloa. 
        Þar er hrísgrjónaverksmiðja og aðalmarkaður Malinké-fólksins,
        sem býr á steppunum umhverfis og selur afurðir sínar (hrísgrjón,
        kassava, maís, kartöflur (yams) og nautgripi). 
        Vinnsla demanta í héraðinu hefur aukizt í bænum. 
        Áætlaður íbúafjöldi 1975 var tæplega 13 þúsund.  |