Cape Coast Ghana,
Flag of Ghana

Booking.com


CAPE COAST
GHANA

.

.

Utanríkisrnt.

Cape Coast er aðalborg Mið-Ghana og hafnarborg við Gíneuflóa.  Framleiðsluvörur hennar og næsta nágrennis eru fiskafurðir (frosnar), kakó, kókoshnetur, sítrusávextrir, maís og kassava.  Cape Coast er háskólaborg.  Þarna var upprunalega verzlunarstaðurinn Asante, sem Protúgalar stofnuðu árið 1610.  Síðar var borgin kölluð Cape Coast Kastali, enda stendur gamli kastalinn þar enn þá auk nokkurra virkja.  Árið 1652 byggðu Svíar virkið Carolusberg, sem Hollendingar yfirtóku árið 1659 og síðan Bretar árið 1667.  Cape Coast var höfuðborg Brezku-Gullstrandarnýlendunnar fram yfir 1870, þegar Accra tók við hlutverkinu.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var rúmlega 57 þúsund.



 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM