Kumasi Ghana,
Flag of Ghana

Booking.com


KUMASI
GHANA

.

.

Utanríkisrnt.

Kumasi er höfuðborg Ashanti-héraðs í þéttu frumskógabelti.  Hún er miðstöð viðskipta og samgangna í stóru kakóræktarhéraði.  Aðalframleiðslan er matvæli.  Borgin er setur vísinda- og tækniháskóla (1951) og rannsóknastofnana Vísindaakademíu Ghana.  Kumasi var stofnuð í kringum 1700 sem höfuðstaður asanteþjóðflokkanna.  Á 19. öld var Kumasi vettvangur bardaga milli asantefólksins og Breta.  Þar var einnig gerð bylting árið 1900 og í kjölfar hennar var svæðið innlimað í Gullstrandarnýlenduna.  Áætlaður íbúafjöldi 1988 var rúmlega 385 þúsund.




 TIL BAKA           Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir                  HEIM