Conakry Guinea,
Flag of Guinea


CONAKRY
GUINEA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Conakry, höfuðstaður og stærsta borg Gíneu, er aðalhafnarborg landsins við Atlantshafið.  Hún stendur á Tomboeyju og á Kaloumskaga.  Frakkar stofnuðu hana árið 1884 og nafnið fékk hún frá þorpi, sem susufólkið byggir.  Conakry varð höfuðborg franska verndarsvæðisins Rivière du Sud árið 1891, nýlendunnar Frönsku-Gíneu tveimur árum síðar og loks sjálfstæðrar Gíneu 1958.  Tomboeyja, upprunalegt borgarstæði, tengist skaganum 300 m langri hraðbraut.  Þar er hafskipahöfn borgarinnar, sem flytur út ál, banana, glóaldin, ananas, kaffi, pálmaafurðir og fisk.  Höfnin er vel tengd vegakerfinu, 661 km langri járnbraut frá Kankan og 145 km braut frá Fria.  Millilandaflugvöllur borgarinnar er 15 km norðaustan hennar.

Borgin var iðnvædd á sjötta áratugi 20. aldar í tengslum við járnnám á Kaloum-skaga og nýtung báxíts á Los-eyjum í nágrenninu.  Meðal annarra verksmiðja í borginni má nefna niðursuðu ávaxta, fiskvinnslu og pökkun, prentun, samsetningu bíla og vörur úr áli og plasti.  Stór iðnfyrirtæki eru eru í Sanouya norðaustan borgarinnar (vefnaður), Wassawassa (tóbak og eldspýtur), Sofoniya (húsgögn), Kobala (múrsteinn, Simbala (sprengiefni) og Camp Alpha Yaya (skór, fatnaður).

Conakry er miðstöð menntunar og setur Borgarháskolans (1962.  Þar er einnig kennaraskóli, iðnskóli, hjúkrunarskóli, ljósmæðraskóli og herskólar.  Frakkar stofnuðuBorgarsafnið og bókasafnið og Þjóðskjalasafnið árið 1960.  Þeir stofnuðu einnig Grasagarðinn í íbúðahverfinu Camayenne.  Áhugverða byggingar í borginni eru m.a. þinghúsið, íþróttaleikvangurinn (Stade du 28-Septembre), minnismerki um andnýlendusinnaða píslarvotta landsins, aðalmoskan og rómversk-katólska dómkirkjan.  Meðal hverfa borgainnar er viðskiptahverfið boulfinet með fallegri höfn og stjórnsýslubyggingum.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 1,1 miljón.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM