| 
           
        
        Kankan er borg við
        upphaf siglingaleiðarinnar á Miloánni (þverár Nigerfljóts) í Gíneu. 
        Soninke-kaupmenn stofnuðu hana sem miðstöð úlfaldalesta á
        18. öld.  Hún er nú næststærsta
        borg landsins og endastöð 661 km langrar járnbrautar frá Konakry á
        vegamótum milli Bamako í Mali, Siguiri, Kouroussa og Nzérékoré. 
        Kankan samgöngumiðstöð norðaustur steppnanna og miðstöð
        verzlunar malinke- og diulafólksins.  Þar er stundaður léttur iðnaður og handverk (gull, fílabein,
        tréskurður).  Borgarháskólinn
        var stofnaður 1963 og Lögregluskólinn 1959. 
        Í borginni er einnig iðnskóli og rannsóknamiðstöð. 
        Áætlaður íbúafjöldi 1983 var tæplega 89 þúsund.  |