| 
           
        
        Garoua er borg í Norðaustur-Kamerún. 
        Hún er á hægri bakka Benue-árinnar, norðnorðaustan Yaoundé,
        höfuðborgar landsins.  Um
        hana liggja vegamót milli Maroua og Ngaoundéré og Benue-skipaskurðurinn
        og hún er aðalviðskiptamiðstöð héraðsins. 
        Modibbo Adama, emír fulanimanna, sem stofnaði konungsríki
        Adamawa á fyrri hluta 19. aldar, stofnaði borgina. 
        Hún þróaðist sem hafnarborg við ána. 
        Fljótabátar og prammar flytja eldsneyti og sement til Garoua og
        halda áfram þaðan með húðir, feldi, baðmull og jarðhnetur 1900
        km leið niður Benue-ána til Burutu í Nígeríu á stuttum siglingatímanum
        í ágúst og september. 
        
        
        Landflutningar hafa að hluta komið í stað flutninga á ánni
        eftir lagningu járnbrautarinnar til Douala á Atlantshafsströndinni. 
        Vefnaðarverksmiðjur borgarinnar fá hráefni af baðmullarökrunum
        umhverfis borgina og nóg er að gera við fræhreinsun úr baðmullinni
        og litun og í spunaverksmiðjum.  Talsvert
        er um leðurvinnslu, fiskveiðar og ferðaþjónustu tengda Faro-, Bénoué-
        og Bouba Ndjida-villidýrasvæðunum í grenndinni. 
        Í borginni er sjúkrahús, tollstöð, nokkrir bankar og
        tryggingafyrirtæki og millilandaflugvöllur skamm utan hennar. 
        Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var rúmlega 96 þúsund.  |