| 
           
          Karmerún má skipta í norður- og suðurmenningarsvæði
        í grófum dráttum.  Súdanskir
        og arabískir hirðingjar búa á steppum norðurhlutans. 
        Þeir færa sig milli beitilanda eftir árstíðum.  Í suðurhlutanum búa bantubændur, sem hafa fasta búsetu
        og stunda akuryrkju.  Norðanmenn
        eru flestir múslimar en Sunnanmenn aðhyllast andatrú og kristni. 
           
                    Þéttbýli er mest
        á vesturhálendinu, á suðurskógarsvæðunum og meðfram hlutum
        strandlengjunnar en minnst inni í landi suðaustanlands. 
        Douala er stærsta borgin og aðalhafnarborgin. 
        Yaoundé er mikilvæg miðstöð flutninga og samgangna. 
        Garoua er hafnarborg við Bénoué-ána. 
        Aðrar bitastæðar borgir eru Nkongsamba, Bafoussam, Bamenda,
        Maroua og Kumba.  Flestar aðalborgir
        héraðanna eru stærstar á sínum svæðum og grózkumestar. 
           
          Þjóðfræðilega hefur landinu
        verið lýst sem deiglu vegna þess að þar búa rúmlega 200 þjóðflokkar
        og ættkvíslar manna.  Aðaltungumálin
        eru þrjú, bantu í suðurhlutanum, súdanska í norðurhlutanum og hálfbantu
        í vesturhlutanum. 
           
          Bantufólkið kom frá miðbaugssvæðum
        álfunnar.  Fyrsti hópurinn,
        sem hélt innreið sína, var fólk af ættkvíslunum maka, ndjem og
        duala.  Í upphafi 19. aldar
        kom fang- og betifólkið. 
           
          Súdönskumælandi saofólk býr á
        Adamawasléttunni og fulani- og kanurifólkið er einnig meðal þess. 
        Fulanifólkið kom frá Nígerlægðinni í tveimur bylgjum,
        fyrst á 11. öld og síðan á hinni nítjándu.  Það var múslimar, sem brutu undir sig þjóðflokka í
        Logone-, Kébi- og Faro-dölunum og snéri þeim til islam. 
        Þriðji þjóðflokkurinn, sem skiptist í margar litlar ættkvíslar,
        nema bamilekefólkið, sem er af Bantukyni, kom sér fyrir í neðri hlíðum
        Adamawasléttunnar og Kamerúnfjalls. 
        Aðrar hálfbantumælandi ættkvíslir eru m.a. tikar, sem búa
        á Bamendasvæðinu og á vesturhásléttunni. 
           
          Elztu íbúar landsins eru pygmear
        (Dvergar), kallaðir baguilli og babinga, sem búa í suðurskógunum. 
        Þeir hafa verið veiðimenn og safnarar um teinaldir og búa
        saman í litlum veiðimannahópum. 
           
          Trúboðsstöðvar og landnám Evrópumanna
        innleiddu evrópsk tungumál.  Á
        nýlendutímanum var þýzka opinbert mál en síðan enska og franska,
        sem hafa haldið velli sem opinber tungumál. 
           
          
        Næstum fjórðungur landsmanna
        heldur sig við hefðbundin trúarbrögð. 
        Rúmlega 40% eru kristin, aðallega rómversk-katólsk. 
        Múslimar eru nálega fimmtungur íbúanna. 
           
          Fólksfjölgun er svipuð og í öðrum Afríkulöndum við suðurjaðar
        Sahara.  Fæðinga- og dánartíðni
        er nokkuð lægri en meðaltalið í þessum löndum. 
        Næstum helmingur íbúanna er yngri en 15 ára og rúmlega 40% búa
        í þéttbýli (tiltölulega hátt hlutfall). 
        Lífslíkur, sem voru 51 ár, hafa batnað verulega á 20. öldinni. 
           
          Allt fram á síðari hluta 20. aldar byggðist efnahagur landsins á
        landbúnaði en námuvinnsla hefur verið að ryðja sér til rums. 
        Helztu vandamálin eru að mestu hin sömu og í öðrum þróunarríkju
        Afríku, þ.e.a.s. skortur á fjármagni til nýtingar auðlinda. 
        Þegar lítið er um erlendar fjárfestingar, byggir landið á
        útflutningi.  Verðsveiflur á heimsmarkaði (kaffi, kakó) valda miklum
        erfiðleikum í áætlanagerð til framtíðar. 
           
          Engu að síður gera yfirvöld 5
        ára áætlanir til að gera fjárfestingu í þróunarverkefnum fýsilegri.
        Fyrstu tvær áætlanirnar (1961-65 og 1966-71) fólu m.a. í sér
        eflingu menntamála, aukna fjölbreytni í landbúnaðarframleiðslu og
        uppbyggingu iðnaðar.  Síðari
        tíma áætlandir hafa gengið mun lengra á þeim forsendum að aukið
        fé komi frá einkageiranum. 
           
          Erlendar skuldir hækkuðu við
        aukna áherzlu á þróunarstarf of yfirvöldum tókst að halda þeim
        innan skynsamlegra marka.  Síðla
        á níunda áratugi 20. aldar var fjárlagahallinn svo mikill, að ríkið
        neyddist til að auka erlendar lántökur og sætta sig við afskipti Alþjóðabankans. 
           
          Friður hefur ríkt milli
        vinnuveitenda og launþega síðan 1960. 
        Líklega eru ástæðurnar fyrir þessari stöðu tvær. 
        Ríkið gerði verkalýðsleiðtoga að opinberum embættismönnum
        og bannaði verkföll með lögum  Vinnuveitendur
        reka m.a. Verzlunarráð í Douala og Yaoundé og Samtök iðnaðarins. 
        Helztu verkalýðsfélögin eru Landssamband blaðamanna og
        Verkamannasambandið.  Höfuðstöðvar
        beggja eru í Yaoundé.  |