| 
           
        
        
         Yaoundé, höfuðstaður Kamerún,
        er á hæðóttri og skógi vaxinni sléttu milli ánna Nyong og Sanaga
        í miðsuðurhluta landsins.  Hún
        var stofnuð 1888, þegar landið var þýzkt verndarsvæði. 
        Árið 1915 var borgin hersetin belgískum hersveitum og varð höfuðborg
        Frönsku-Kamerún 1922.  Á
        árunum 1940-46 tók Douala við höfuðborgarhlutverkinu, en þegar sjálfstæði
        var fengið 1960, varð hún aftur höfuðborg 1961 og árið 1972 alls
        lýðveldisins eftir sameiningu. 
           
          
        Borgin hefur vaxið sem stjórnsýslu-, viðskipta-
        og samgöngumiðstöð (vegir, járnbrautir, flug). 
        Iðanaðurinn byggist aðallega á framleiðslu (vindlingar, bjór,
        borðviður, prentun).  Borgin
        er í einu frjósamasta landbúnaðarhéraði landsins og þar er stór
        markaður.  Háskóli borgarinnar var stofnaður 1962.  Þarna eru skólar á ýmsum sviðum (grunnskólar og á sviðum
        landbúnaðar, blaðamennsku, stjórnsýslu og alþjóðasamskipta). 
        Pasteur-stofnunin annast rannsóknir á sviðum líftækni og
        fleiri stofnanir á sviðum rannsókna eru í borginni. 
        Meðal áhugaverðra staða umhverfis borgina eru Næturgalafossar
        og fjöldi hella, sem eru nefndir eftir pytgmíum (Akok-Bekoe). 
        Áætlaður íbúafjöldi árið 1987 var rúmlega 712 þúsund.  |