Kenja skordýr,


KENJA
SKORDÝR
(maurar, köngullær, sporðdrekar o.fl.)

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Pet or animal photo from 'Eddie Taylor'Flestir skordýrasafnarar, sem koma til Kenja, eru að eltast við fiðrildi, mölflugur eða bjöllur.  Þess konar skordýr eru út um allt í landinu en sum þeirra eru bundin við takmörkuð svæði.  Fiðrildategundir eru u.þ.b. 600 og skiptast talsvert eftir tegundum milli landssvæða.  Aðeins fáar algengar tegundir finnast um allt landið.  Hér verða tegundirnar ekki taldar upp en vísað til góðra leiðsögubóka um efnið.

Þegar rignir á tiltölulega þurrum landssvæðum, spretta upp skýjaflókar af mölflugum og fiðrildum í öllum regnbogans litum auk termítanna, sem birtast í milljónavís, jafnvel í borgunum.

Bjöllur halda sig á svipuðum slóðum og fiðrildin og það er t.d. gott að skoða mykjubjöllur í grennd við Voi.

Termítar eru oft kallaðir hvítmaurar en eru af annarri og miklu eldri stofni og skyldir kakkalökkum.  Það eru uppi kenningar um, að termítarnir hafi fyrstir allra lífvera farið að lifa sem félagsverur í flóknu „samfélagi”.

Í votviðri eru góðar líkur á að komast í tæri við hermaura eða safarimaura (siafu).  Þá sjást mörg hundruð metra langar raðir vinnumaura á leið um runna- og skóglendi í gagnstæðar áttir og hermaurar með langa brodda standa vörð um þá.  Hætti fólk sér of nærri til að sjá maurana drepa aragrúa köngullóa, kakkalakkna, engisprettna og bjallna, verður ekki hjá því komizt að fá nokkrar hermaurastungur.  Maurarnir ráðast jafnvel á froska, eðlur og litla snáka.

Fjölfætlingur, sem kallast risamargfætla eða „Tanganæíka járnbrautin”, er allt að 33 sm langt, gljáandi svart og meinlaust skordýr.  Þúsundfætlur, sem fela sig undir trjáfauskum og laufi á jörðinni eru eitraðar og bezt að forðast bit þeirra.

Sporðdrekar eru af mörgum tegundum og útbreiddir í Kenja.  Flestir eru smávaxnir og stungur þeirra hættulitlar.  Inni á heitum og þurrum runnasvæðum eru allt að 20 sm langir sporðdrekar, sem eru jafnhættulegir og þeir líta út fyrir.  Sporðdrekar eru skyldir köngullóm.

Köngullær eru af mörgum og sumum fallegum tegundum, einkum hin stóra svartgula nephiliaköngulló, sem vefur ótrúlega sterka gulleita vefi.  Þær eru hættulausar eins og langflestar aðrar systur þeirra í Austur-Afríku.  Eina þekkta undantekningin er tegund, sem er skyld svörtu ekkjunni (latrodectes).  Hún hefur kúlulaga bol með rauðum doppum.  Bit hennar er eitrað, þótt það sé í fæstum tilfellum ekki banvænt.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM