Kinshasa Kongó,
Flag of Congo, Democratic Republic of the

Booking.com


KINSHASA
KONGÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Kinshasa, Léopoldvilli til 1966, er höfuðstaður og stærstaborg Lýðveldisins Kongó, 515 km frá Atlantshafi á suðurbakka Kongóárinnar.  Hún er meðal stærstu borga Afríku sunnan Sahara og telst eitt ríkja landsins með landstjóra.  Almennt eru íbúar hennar kallaðir „Kinois”.  Kinshasa er miðstöð þeirra afla, sem hafa skapað einkenni alls landsins í nútímanum.  Hún var ekki tengd neinu hérði landsins, heldur setur langvarandi herstjórna landsins til 1997 og uppspretta margs konar félagslegra málamiðlana, sem héldu þjóðinni saman, þótt óánægð væri.  Skilin milli mikils ríkidæmis og örgustu fátæktar eru glögg.  Fátæklingarnir urðu og verða að hafa mikið fyrir að hafa í sig og á.  Menningardeigla borgarinnar hefur engu að síður gert hana gildandi um alla álfuna.


 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM