| 
           
        
        Ubangifljótið í Mið-Afríku
        er aðalupptakakvísl Kongófljótsins ásamt Uele- og Bomuánum við
        Yakoma í norðanverðu Kongólýðveldinu. 
        Meginstefna fljótsins er til norðvesturs, þar sem það myndar
        landamærin að Miðafríkulýðveldinu. 
        Ubangifljótið sveigir til suðvesturs við Possel í Miðafríkulýðveldinu
        og rennur síðan milli Kongóríkjanna. 
        Fljótið er í kringum 1060 km langt og hverfur í Kongófljótið
        nærri Tumbavatni í norðvesturhluta Kongólýðveldisins. 
        Það er skipgengt u.þ.b. 600 km leið frá ármótum að Bangui
        í Miðafríkulýðveldinu.  |