| 
                     
        
        Líberíu má skipta landfrćđilega
        í fjögur svćđi.  Strandlengjan
        er u.ţ.b. 560 km löng og 40 km breiđ. 
        Hún er láglendi og sendin međ eyjalónum, fenjatrjám og
        nokkrum klettaröđlum út í sjó. 
        Hinir hćstu ţeirra eru Fjallaskagi (Cape Mount; 305m) í norđvesturhlutanum,
        Mesurado í Monróvíu og Pálmaskagi í suđausturhlutanum. 
        Samsíđa strandsléttunum er hćđótt belti, u.ţ.b. 35 km
        breitt, sem rís hćst 152 m yfir sjó. 
        Ţar er tilvaliđ ađ stunda landbúnađ og skógarbúskap. 
        Handan hćđabeltisins er ađ mestu sundur skorin háslétta, sem
        nćr yfir mestan hluta innlandsins og liggur í 180-300 m yfir sjó en
        nokkur fjöll ná 600 m hćđ.  Á
        norđurhálendinu ber mest á hinu fallega Nimbafjalli. 
         
        Árnar Mano og Morro í norđvesturhlutanum
        og Cavalla í austur- og suđausturhlutanum eru fremur stórar og mynda
        ađ hluta landamćri ríkisins.  Ađrar
        helztu árnar eru Lofa (í norđri; rennur til suđurs), St. Paul, St.
        John og Cestos, sem renna samhliđa og međfram ströndinni til sjávar. 
        Áin Farmington er nýtt til raforkuframleiđslu. 
        Fossar, flúđir, klettar og sandeyrar eru víđa í efri hlutum
        ánna og gera siglingar ókleifar. 
        Um regntímann flćđa ţessar ár oft yfir bakka sína á
        strandsléttunum. 
         
        Líbería er á Vestur-Afríkuflekanum og berggrunnurinn er 2,7-3,4 miljóna
        ára, ađallega granít, schist og gneiss. 
        Í Líberíu er flekinn mjög umturnađur, fellingar og misgengi,
        og víđa er ađ finna járnríkt berg (itabirít). 
        Međfram ströndinni eru sandsteinslög međ stökum, kristölluđum
        klettum.  Höfuđborgin Monróvía
        stendur á einu slíku klettabelti (dökku, fínkornuđu bergi). 
         
        
        Loftslagiđ er heitt og rakt allt
        áriđ (einkum á ströndinni).  Ţurrkatíminn
        er frá nóvember til apríl og regntíminn frá maí til október. 
        Hinn ţurri og rykugi eyđimerkurvindur, harmattan blćs frá
        Sahara í desember og dregur úr háu rakastiginu. 
        Skógaeyđing og ţurrkar í Sahel hafa haft áhrif á loftslagiđ,
        ţannig ađ ţurrkatíminn hefur lengzt um nćstum einn mánuđ á sumum
        svćđum. 
         
        Međalárshitinn er á bilinu 18°C (norđurhálendiđ) til 27°C (strandhéruđin). 
        Úrkoman er óregluleg og mismikiđ rignir milli ára á regntímanum. 
        Regntíminn byrjar fyrr á ströndinni en inni í landi. 
        Mesta úrkoman, 5200 mm, fellur á Fjallaskagasvćđinu og fer niđur
        í tćplega 1800 mm á miđhásléttunni. 
        Ţar eru dagar heitir og ţćgilegir en nćtur svalar á ţurrkatímanum. 
         
        
        Gróđurinn í landinu er sígrćnn. 
        Margar trjátegundir (járnviđur, kamviđur, tekk, mahóní o.fl.)
        eru verđmćtar en vaxa víđa innan um ađrar tegundir, ţannig ađ víđa
        er ekki auđvelt ađ komast ađ ţeim. 
        Önnur verđmćt tré eru gúmmítré, kókospálmar, kaffitré
        og raffíapálminn. 
         
        
        
        Í
        regnskógum landsins er urmull dýra (apar, simpansar, litlar antilópur,
        dvergflóđhestar og mauraćtur). 
        Fílar, stutthyrndir vísundar og hlébarđar eru í útrýmingarhćttu. 
        Fjöldi skriđdýrategunda er mikill, ţ.m.t. ţrjár tegundir krókódíla
        og a.m.k. 8 tegundir eitrađra snáka. 
        Einnig er ađ finna nokkrar sjaldgćfar tegundir leđurblakna og
        fugla og fjöldi sporđdreka, eđlna og fisktegunda er mikill.  |