Lilongwe Malavi,

Booking.com


LILONGWE
MALAVI

.

.

Utanríkisrnt.

Lilongwe hefur verið höfuðborg Malavi síðan 1975.  Hún er á innsléttunum og næststærsta borg landinsins.  Þar er markaður fyrir landbúnaðarvörur frá hinu frjósama Miðhéraði.  H. Kamuzu Banda, forseti, valdi hana sem efnahagslega miðstöð norður- og miðhluta landsins árið 1965 og vöxtur hennar hófst fyrir alvöru árið 1968.  Í borginni eru tvær miðjur og 5 km utan hennar er Höfuðborgarhæð, þar sem opinberar byggingar og sendiráð standa.  Áætlanir um uppbyggingu á áttunda og níunda áratug 20. aldar gerðu ráð fyrir byggingu nýs millilandaflugvallar, lagningu járnbrautar til Salima (í austurhl.) og að landamærum Sambíu (í vesturhl.), iðnaðarsvæða í norðurhluta borgarinnar og framkvæmt þróunarverkefnis fyrir tóbaksræktun á frjósömum sléttum Miðhéraðsins.  Áætlaður íbúafjöldi 1987 var rúmlega 223 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM