| 
           
        
        
         Bamako, höfuðborg Malí, er við
        Nígerfljót í suðvesturhluta landsins. 
        Þegar Frakkar lögðu Bamako undir sig árið 1880 undir forystu
        Joseph-Simon Gallieni, skipstjóra, bjuggu þar nokkur hundruð manns í
        litlum þorpum.  Bærinn varð
        höfuðstaður fyrrum nýlendunnar Franska-Súdan árið 1908, fjórum
        árum eftir að járnbraut var lögð milli Kayes og Bamako sem hluti af
        brautinni Dakar-Niger (nú Regie des Chemins de Fer du Mali). 
           
          Nú stendur borgin beggja vegna Nígerfljóts,
        sem er skipgengt 360 km suður til Kouroussa í Gíneu frá miðjum júní
        til miðs desember ár hvert.  Til
        norðurs var grafinn skipaskurður framhjá Sotuba-flúðunum, þannig að
        norðurhluti árinnar opnaðist skipaumferð alla leið til Gao (1398
        km).  Talsvert er flutt af
        sementi og olíuvörum niður ána frá Bamako en hrísgrjón og jarðhnetur
        upp eftir henni til áframflutnings með járnbrautum. 
        Skammt utan borgarinnar er flugvöllur. 
           
          
        Bamako er lífleg borg með stórum markaði,
        grasa- og dýragarði, miklum handiðnaði og nokkrum rannsóknarstofnunum. 
        Þarna eru fjórar æðri menntastofnanir og höfuðstöðvar
        flestra stærstu iðnfyrirtækja landsins.  Íbúafjöldi Bamako þrefaldaðist á árunum 1960-70,
        einkum vegna flótta úr sveitum landsins í kjölfar mikilla þurrka.  Mikill fjöldi húsa í borginni er byggður sólþurrkuðum
        leirsteinum.  Áætlaður íbúafjöldi
        árið 1980 var tæplega 480 þúsund.  |