Rabat Marokkó,


RABAT
MAROKKÓ

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Rabat er höfuđborg Marokkó viđ ósa Bou Regreg-árinnar, beint andspćnis borginni Salé, og ein fjögurra konunglegra borga á Atlantshafsströndinni.  Saga borgainnar er nátengd Salé, ţar sem stóđ fyrst byggđ Rómverja, Sala.  Zenata Berbar, rétttrúađir múslimar, stofnuđu Salé á 10. öld til ađ hýsa Berghouata berba.

Rabat var stofnuđ á 12. öld.  Ţar var ađ verki ‘Abd al-Mu’min, fyrsti konungur Almohada.  Ţar var herstöđ (ribat) fyrir hersveitir hans, sem háđu heilagt stríđ (jihad) gegn Spáni.  Konungurinn hćtti síđan ađ berja á Spánverjum til ađ geta einbeitt sér ađ landvinningum í Norđur-Afríku.  Abu Yusuf Ya’qub al-Mansur, ţriđji soldán Almohada, skírđi stađinn Ribat al-Fath (Sigurkampur).  Hann lét líka reisa mikinn múr umhverfis borgina og innan ţessara múra hefur nútímaborgin ţróast.  Hann lét líka reisa Hassan-turninn, sem enn stendur.  Eftir 1609 settist fjöldi andalúsískra mára ađ í hinum sameinuđu borgum Rabat og Salé.  Ţeir höfđu veriđ reknir frá spáni og síđar komu Sallee Corsairs, óttalegustu sjórćningjar í barbaríinu.  Á yfirráđatíma Frakka var Rabat höfuđborg landsins og eftir ađ sjálfstćđi fékkst var hún sameinuđ Salé.  Heildarflatarmál beggja ţessara borga er 1275 km˛.

Gamli bćrinn, nćrri ströndinni, er umkringdur borgarmúr.  Innan hans er medina (forn múslimaborg) og Millah (gyđingahverfi).  Norđar, á klettum fyrir ofan Bou Regreg-ána, er 17. aldar virkiđ Casbah de Quadia međ fögru 12. aldar Almohad-hliđi, andalúsískum garđi og ađliggjani madrasah (skóla), sem hýsir nú safn marokkóskrar listar.  Suđaustan gamla bćjarins er fjöldi sögulegra mannvirkja, s.s. 12. aldar Hassan-turninn, fögur mínaretta og rústir mosku Abu Yusuf Ya’qub al-Mansur, sem var aldrei fullbyggđ.  Suđvestan gamla bćjarins er fornminjasafn og ar-Rouah borgarhliđ, sem er líka frá dögum Almohada.  Nýji borgarhlutinn er ađ hluta innan borgarmúranna.  Í suđurúthverfi borgarinnar eru m.a. konungshöllin, sem var byggđ á sjötta áratugi 20. aldar, Háskóli Muhammad V (1957), Ţjóđarbókhlađan og margar stjórnsýslubyggingar.

Hlutverki Rabat er lokiđ sem hafnarborg vegna árframburđar.  Borgin er nú miđstöđ mikils textíliđnađar og er kunn fyrir gólfteppi, teppi og leđurhandverk.  Talsverđ ávaxta- og fiskvinnsla er stunduđ og framleiđsla múrsteina og asbests er líka mikilvćg.  Rabat er tengd Casablanca (92 km til suđvesturs) og Tangier (280 km til norđausturs) međ vegum og járnbrautum.  Millilandaflugvöllur er viđ Rabat.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1982 var rúmlega hálf milljón.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM