| 
           
        
        
         Bangui, 
        höfuðstaður Miðafríkulýðveldisins, er á vesturbakka Ubangiárinnar.  
        Borgin er teng Pointe-Noire (Kongó) á strönd Mið-Afríku 1800 km leið um 
        ána og járnbrautir og Brazzaville (Kongó).  Í borginni eru 
        sápuverksmiðjur og brugghús en að öðru leyti er hún aðallega miðstöð 
        stjórnsýslu og viðskipta.  Í höfninni er 400 m langur viðlegukantur og 
        neðar er sérstök olíuhöfn.  Baðmull, timbur, kaffi og sísalhampur eru 
        aðalvörutegundirnar, sem fara um höfnina.  Einnig er starfrækt ferja til 
        Zongo í Kongó (Kinshasa) og vegakerfið nær til Kamerún, Chad og annarra 
        landshluta.  Háskólinn í borginni var stofnaður 1969 og Þjóðlistaskólinn 
        1966.  Nokkrar vísinda- og rannsóknarstofnanir eru reknar í borginni.  
        Boganda-safnið og St. Paul-safnið eru heimsókna virði.  Áætlaður 
        íbúafjöldi 1995 var 553 þúsund.  |