Miðbaugsgínea íbúarnir,
Flag of Equatorial Guinea


MIÐBAUGSGÍNEA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Meginlandshluti er strjálbýll kakó- og kaffibændum, sem rækta sinn garð á hefðbundinn hátt.  Á nýlendutímanum hvöttu katólskir trúboðar íbúana til að koma upp keðju þorpa við þjóðvegina.  Þar voru byggðar kirkjur og skólar.  Þessi hluti Afríku varð aldrei að erlendri landnemabyggð og fáir fáar evrópskar plantekrur (spænskar, þýzkar) voru reknar og síðan yfirgefnar.  Eftir að landið fékk sjálfstæði fluttu Spánverjar, aðallega tæknimenn, brott.  Við breytinguna snéru íbúarnir sér aftur að sjálfsþurftarbúskap.  Efnahagslíf nútímans í landinu byggist aðallega á skógarhöggi og ræktun kakós, kaffis og olíupálma.

Bioko er plantekrueyja.  Þar bjuggu margir plantekrueigendur eða framkvæmdastjórar þeirra mun lengur en á meginlandinu.  Áður en landið fékk sjálfstæði voru þar í kringum 1900 plantekrur (fincas), sem voru allt frá einum til rúmlega 12.000 hektarar að stærð.  Innfædda bubifólkið býr að mestu í trúboðaþorpum á norðurhluta eyjarinnar í neðri hlíðum Santa Isabelfjalls og í hefðbundnum heimalöndum, Mocahæðum.  Þetta fólk var og er óvant vinnu á plantekrum og stundar búskap og starfar sem lágt settir opinberir starfsmenn.  Verkamennirnir á plantekrunum voru flestir frá Nígeríu.  Á sjöunda áratugi 20. aldar fluttu þessir farandverkamenn oft fjölskyldur sínar með sér og flestir urðu þeir 50.000-80.000 í lok áratugarins.  Pólitískar og efnahagslegar aðstæður breyttust við sjálfstæði landisins, þannig að farandverkamenn snéru heim í stórum hópum, þrátt fyrir samning við Nígeríustjórn 1972 um ráðningu verkamanna.  Frásagnir af aðstæðum, sem líktust þrælahaldi á plantekrunum á þessum áratugi og drápum margra nígerískra verkamanna ollu gífurlegu brottstreymi farandverkamannanna og hningun í efnahagslífi Miðbaugsgíneu.

Margar plantekranna, sem Evrópumenn áttu, voru stórar um sig.  Árið 1962 náðu rúmlega 300 evrópskar plantekrur yfir 370.000 hekatar og 1600 afrískir bændur stunduðu ræktun á 7000 hektörum í samvinnufélögum.  Sumar stærstu plantekranna réðu hundruð nígerískra verkamanna til starfa og voru á frjósömustu svæðunum.  Stóru plantekrueigendurnir voru gríðarlega valdamiklir og réðu því, sem þeir vildu ráða. 

Höfuðstaðurinn Malabo er lítið borg á barmi sokkins eldfjalls við ströndina.  Bretar stofnuðu til hennar á 19. öld og Spánverjar tóku við henni og endurskipulögðu hana.  Þessi líflega hitabeltisborg hefur spænskt yfirbragð, einkum í evrópska hlutanum í grennd við dómkirkjuna, trúboðsstöðina og landstjórahúsið.  Í afrísku hverfunum fjær höfninni og miðbænum bjuggu aðallega nígerískir verkamenn og fólk, sem ákvað að flytjast ekki til meginlandsins.  Luba er nokkuð mikilvæg borg á suðvesturströndinni, tengd höfuðborginni með góðum vegi með bundnu slitlagi.  Þessi vegur liggur um margar byggðir bubifólksins.  Basilé í hlíðum Santa Isabelfjalls er griðastaður fyrir íbúa höfuðborgarinnar, þegar þeir leita úr hitasvækjunni á svalari staði.

Spánverjar lögðu meginlandshluta Miðbaugsgíneu mun sienna undir sig, þannig að hafnarborgin Bata, aðalbyggðin, er hefur ekki eins fagurt yfirbragð og Malabo.  Fangfólkið innan úr landi hefur bygg upp úthverfi Bata.

Flestir íbúar landsins eru afríkumenn.  Engu að síður er landið deigla fólks  mismunandi uppruna og pólitískra skoðana.  Fangfólkið, sem ruddi sér braut til strandar á 19. öld og fyrri hluta hinnar 20. með yfirgangi, er í kringum 80-90% þjóðarinnar á meginlandinu.  Norðan Mbiniárinnar býr ntumu-fangfólkið og okak-fangfólkið sunnan hennar.  Fangfólkið hefur töglin og hagldirnar í stjórnunarstöðum í landinu og hefur verið að færa sig upp á skaftið með því að flytjast til Biokoeyju ot sölsa völdin undir sig þar.  Strandkynþættir eins og kombe, mabea, lengi, benga o.fl. hafa verið í sambandi við evrópska kaupmenn mun lengur en aðrir og smáblöndun hefur átt sér stað, einkum á eyjunni Corisco.  Spænskir þjóðfræðingar visa til þessara strandbúa sem „playeros”.  Bæði fangmeirihlutinn og playerominnihlutinn eru af bantukyni.

Upprunalegu íbúarnir á Biokoeyju eru Bubifólkið, afkomendur bantuinnflytjenda frá meginlandinu.  Þeim fækkaði mjög, þegar Evrópumenn komu til skjalanna og snemma á 20. öld tölu þeir ekki nema nokkur þúsund.  Þeir urðu hliðhollustu stuðningsmenn Spánverja meðal hinna afrísku íbúa landsins og litu endalok yfirráða Spánverja sem innrásartilboð til fangfólksins á meginlandinu.  Fangmenn hafa streymt til eyjarinnar frá miðjum sjöunda áratugnum til að koma sér fyrir í opinberum stöðum í hernum og öðrum stofnunum.  Auk þessara tveggja þjóðfélagshópa eru fernandinos, afkomendur frelsingja, sem Bretar náðu úr höndum þrælasala.  Þeir blönduðust Afríkumönnum frá Sierra Leone og Kúbverjum og innflytjendum frá öðrum ríkjum Vestur-Afríku.  Þegar Spánverjar lögðu eyjuna og einnig eftir að landið fékk sjálfstæði glötuðu þeir stöðu sinni í þjóðfélaginu.  Íbúar Annabóneyju eru afkomendur þræla, sem Portúgalar fluttu með sér, þegar eyjan var hluti af São Tomé.  Sumir þeirra búa nú á Biokoeyju.

Árið 1970 voru þessir mismunandi þjóðfélagshópar orðnir að minnihlutahópum á eyjunni, því flestir íbúarnir voru nígerískir farandverkamenn, sem bjuggu saman í hverfum í Malabo eða á plantekrunum.  Brottflutningur Nígeríumannanna (50.000-80.000), sem hófst í alvöru 1975 í tengslum við kúgun og ánauð, leiddi til mikilla þjóðfélagsbreytinga á eyjunni og öðrum hlutum landsins.  Í stað nígerísku farandverkamannanna og fjölskyldna þeirra fluttust kreólar (crioulos = kynblendingar Portúgala og Afríkumanna) frá São Tomé og Principe auk fólks frá Kamerún til Biokoeyjar.

Hver kynþáttur talar sína eigin tungu en önnur tungumál hafa sín áhrif.  Aðaltunga landsmanna er spænska, sem er opinbert tungumál landsins.  Spænskan er kennd í skólum og notuð í fjölmiðlum.  Hún er eina sameiginlega tunga Biokomanna og íbúa meginlandsins.  Svokölluð „pidgin-enska” er mikið notuð í smáviðskiptum og er aðaltungan á Biokoeyju.  Franska varð skyldutungumál í skólum 1988 vegna aukinnar samvinnu við Frakka í efnahagsmálum.  Portúgalskt „patois” er einnig talað á Bioko- og Annabóneyjum.

Að nafninu til eru u.þ.b. 80% landsmanna katólskir.  Bubifólkið og meginlandsbúar halda víða í gamla trúarsiði, einkum á örlagastundum.  Mbwiti-trúin á meginlandinu, sem Spánverjar bönnuðu, á sér enn þá fylgjendur.  Flestum kirkjum var lokað með forsetatilskipun árið 1975 og rómversk-katólska kirkjan var bönnuð 1978.  Eftir byltinguna árið 1979 voru þessar tilskipanir dregnar til baka en margir sértrúarhópar, s.s. vottar Jehóva, voru gerðir útlægir aftur árið 1986.

Árið 1968 fækkaði íbúum landsins um þriðjung, þegar 110 þúsund manns fluttu úr landi, og enn meir við brotthvarf nígerísku farandverkamannanna 1975-76.  Fólksfjölgun nú, þéttbýli og lífslíkur eru minni en í flestum öðrum Afríkulöndum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM