Beira Mósambík,

Booking.com


BEIRA
MÓSAMBÍK

.

.

Utanríkisrnt.

Beira er hafnarborg viđ Mósambíkskipaskurđinn viđ mynni ánna Púngoe og Búzi (Indlandshaf).  Borgin var stofnuđ 1891 sem ađalstöđvar Mósambíkfélagsins á slóđum gamallar byggđar múslima.  Portúgalar tóku viđ stjórntaumunum af fyrirtćkinu áriđ 1942 og landiđ fékk síđan sjálfstćđi áriđ 1975.  Höfnin ţróađist sem verzlunar- og útflutningsmiđstöđ fyrir Miđ-Afríku og umskipunarstađur fyrir ađrar hafnir á ströndinni.  Höfnin er tengd járnbrautaneti frá Suđur-Afríku, Simbabve og Malaví.  Helztu útflutningsvörurnar eru málmgrýti, tóbak, matvćli, bađmull, húđir og drykkjarvörur.  Viđ fiskihöfnina, sem var byggđ á níunda áratugi 20. aldar, standa niđursuđuverksmiđjur, vinnslustöđvar og frystigeymslur.  Miklar truflanir urđu á járnbrautasamgöngum á Umtali-Beira leiđinni vegna ítrekađra skemmdarverka skćruliđa frá Ródesíu skömmu áđur en landiđ fékk sjálfstćđi og mósambísku andspyrnuhreyfingarinnar (MNRM) snemma á níunda áratugnum.  Áćtlađur íbúafjöldi áriđ 1991 var tćplega 300 ţúsund.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM