| 
           
        
        Cahora Bassa stíflan er í
        Zambeziánni í héraðinu Tete í Mósambík. 
        Ofan stíflunnar, sem er 303 m breið og 171 m há, er 240 km
        langt uppistöðulón.  Afkastageta
        orkuversins er 2075 mW og áætlað er að auka hana upp í 4000 mW.  Það er stærsta vatnsorkuver Afríku.  Nýlendustjórn Portúgala hóf byggingu stíflunnar og
        orkuversins árið 1969, þrátt fyrir mikla andstöðu Frelsisflokks Mósambík
        (FRELIMO).  Portúgölum skjátlaðist,
        þegar þeir hugðust tryggja völd sín í landinu með þessum framkvæmdum.  Þeir ætluðu að efla iðnað, lýsa Mósambík upp, flytja
        út rafmagn til Suður-Afríku og stuðla að miklum áveituframkvæmdum
        á 15.000 ferkílómetra svæði. 
         
        Útflutningur rafmagns til
        Suður-Afríku hófst árið 1977, tveimur árum eftir að FRELIMO
        hrakti Portúgala úr landi og tók við völdum. 
        Nýja ríkisstjórnin hafði í hyggju að efla nútímaþróun
        í landinu í krafti orkuvinnslunnar en Þjóðarandstöðuflokkurinn (RENAMO),
        sem Suður-Afríka styrkti, gerði byltingu. 
        Þegar kom fram á árið 1983 voru skemmdarverk á rafmagnslínum
        orðin slík, að ekkert varð úr útflutningi og landsmenn sjálfir
        fengu jafnvel ekki nægilegt rafmagn. 
        Hafizt var handa við viðgerðir á hinni 900 km löng raflínu
        til Suður-Afríku árið 1993 og búizt var við að orkuflutningur gæti
        hafizt á ný árið 1996.  Portúgalska
        fyrirtækið, sem á og rekur orkuverið hefur undirritað samning um færstlu
        eignarréttarins til Mósambík árið 2005.  |