| 
           Tahoua er mikilvæg 
        verzlunarborg í Suður-Níger á mörkum ræktarlands (jarðhnetur) og 
        þurrviðrasamari beitilanda (nautgripir, sauðfé, geitur).  Á 
        Sahel-þurrkatímanum á árunum 1970-90 var borgin miðstöð flóttamanna.  
        Tahoua stendur á mikilvægum krossgötum milli Agadez og Niamey.  Utan 
        borgarinnar er flugvöllur.  Áætlaður íbúafjöldi 1988 var tæplega 52 
        þúsund.  |