Ogbomosho Nígería,


OGBOMOSHO
NÍGERÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Ogbomosho er borg í Oyofylki í suðvesturhluta Nígeríu.  Hún er meðal stærstu borga landsins og miðstöð viðskipta og iðnaðar í landbúnaðarhéraði, sem framleiðir baðmull og tóbak.  Vefnaðarvöru, skófatnaður, gúmmívörur og matvæli eru aðalframleiðsluvörur borgarbúa.  Þarna er stór moska og hlutar 17. aldar borgarmúra.  Yorubamenn stofnuðu borgina á 17. öld og hún óx hratt sem miðstöð flóttamanna af yorubakyni, þegar fulanimenn gerðu innrás snemma á 19. öld.  Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 644 þúsund.





.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM