| 
           
                    
                     Drakensbergfjöll eru líka kölluð Quathlamba.  Þau standa meðfram suðausturströnd Afríku, að mestu í
        Suður-Afríku.  Þau eru u.þ.b.
        1125 km löng milli Mpumalanga og Austurhöfða og mynda hluta landamæranna
        milli Lesotho og Free State.  Þau
        eru hæsti hluti austurjaðars sléttna Suður-Afríku. 
        Meðal tinda þeirra eru Thabana Ntlenyana (3482m) í grennd við
        Royal Natal þjóðgarðinn.  Járnbrautir
        liggja um fjöllin á tveimur stöðum, um Van Reenen-skarð (1646m) og
        Laingsnek (1250m). 
        
          |