| 
           
                    
                     Fyrstu
        áratugir 20. aldarinnar voru tími mikillar félagslegrar og stjórnunarlegrar
        þróunar, sem nýjar skoðanir á kynþáttamálum og borgarskipulagi,
        tengdar orsökum óeirða, ollu. 
        Árið 1904 voru svartar fjölskyldur, sem bjuggu í grennd við
        borgarmiðjur, fluttar nauðugar til Klipspruit, 17 km suðvestan
        borgarinnar. 
        Líkt og gerðist fyrir flutningana í Höfðaborg og Elísabetarhöfn
        var fyrst gefin út aðvörun um farsóttarhættu og því væru þessir
        flutningar nauðsynlegir af heilsufarsástæðum. 
        Það er þó erfitt að ímynda sér, að það hafi verið heilsusamlegt
         fyrir svertingjana 
          Klipspruit, því að þar var endastöð lokræsakerfis borgarinnar. 
        Þessi og aðrar vafasamar skýringar voru notaðar áratugum
        saman til að flytja Svarta, indverja, þeldökka og jafnvel hvíta fátæklinga
        brott. 
           
          Aðgerðirnar
        byggðust á hugmyndafræði aðskilnaðar kynstofnanna, sem kom fram á
        fyrsta fjórðungi 20. aldarinnar sem allsherjarlausn á kynþáttavanda
        Suður-Afríku. 
        Samkvæmt borgaralögunum frá 1923 
        voru innfæddir Afríkumenn útlægir úr borgunum nema þeir væru
        í þjónustu hinna hvítu íbúa þeirra. 
        Yfirvöld í Jóhannesarborg nýttu þessi lög ekki til
        fullnustu en notuðu þau til að losna við þúsundir svartra úr fátækrahverfum
        og komu þeim fyrir í Alexöndru og á Vestursvæðunum eða Orlando
        East, sem var upphafið af Soweto. 
        Lögreglan hóf reglulegar athuganir á vegabréfum og áfengisneyzlu
        meðal svartra til að losna við þá, sem voru „iðjulausir” eða
        hegðuðu sér ekki „í samræmi við lög” og voru í óleyfi í hvítum
        borgarhlutum. 
           
          Mótmæli
        svartra. 
        Svertingjar tóku þessum lögum ekki þegjandi. 
        Þeir sendu inn óteljandi bænaskrár og fulltrúa til að mótmæla
        þessum ólögum á fyrri hluta annars áratugarins og bentu Bretum á
        misræmið í hefð þeirra fyrir jafnræði samkvæmt lögum heimafyrir
        og framkomu þeirra í Suður-Afríku. 
        Í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar urðu mótmælin háværari
        vegna lágra launa og gífurlegrar verðbólgu og svartir
        borgarstarfsmenn við járnbrautirnar efndu til verkfalla. 
        Þjóðarráði svartra í Transvaal (meðlimur í ANC) óx djörfung
        og efndi til mótmæla gegn vegabréfslögunum, sem leiddu til blóðugra
        átaka við lögregluna. 
        Árið 1920 fóru 70 þúsund námuverkamenn í verkfall til að
        vekja athygli á lágum launum og óviðunandi vinnuaðstöðu. 
        Herinn var kvaddur til og verkamennirnir voru þvingaðir til að
        láta af verkfallinu. 
           
          Mótmæli
        hvítra. 
        Þótt andstaða svartra væri mikilvæg, kom í ljós, að hvítir
        verkamenn náðu mun meiri árangi með mótmælum og kröfum á fyrri
        hluta 20. aldar í Jóhannesarborg. 
        Þeir önnuðust öll störf, sem kröfðust einhverrrar
        menntunar samkvæmt lögum, og kröfðust 5-10 sinnum hærri launa en
        svartir, ófaglærðir verkamenn. 
        Námueigendurnir, sem voru stöðugt að reyna að draga úr
        kostnaði, tóku harkalega stefnu gegn þeim árin 1907, 1913 0g 1922,
        þannig að óeirðir brutust út. 
        Árið 1922 gerðu námueigendurnir áætlanir um hlutfallslega fækkun
        hvítra verkamanna og kölluðu yfir sig allsherjarverkfall, sem varð
        fljótlega að vopnaðri baráttu. 
        Þeir efndu til kröfugangna undir slagorðunum „Verkamenn
        heimsins sameinist og krefjist hvítra yfirráða í Suður-Afríku”
        og tóku stjórn borgarinnar í sínar hendur. 
        Þeir létu hana ekki ef hendi fyrr en þeir stóðu frammi fyrir
        20 þúsund manna herliði, sem réðist á þá með stórskotaliði og
        úr lofti. 
        Manntjónið var í kringum 200 manns. 
        Verkfallsmenn sjálfir myrtu u.þ.b. 30 svertingja. 
           
          Breytingarnar
        á fjórða og fimmta áratugnum. 
        Miklar breytingar urðu í borginni á þessu árabili vegna
        mikils aðstreymis Afríkumanna úr dreifbýlinu vegna sífellt lakari lífskjara
        þar.  Framboð
        vinnuafls í Jóhannesarborg og Witwatersrand jókst að sama skapi, sem
        var styrkur fyrir vaxandi iðnað, sem náði hámarki á fjórða áratugnum,
        einkum eftir að horfið var frá gullfætinum 1933. 
        Snemma á fimmta áratugnum var mikilvægi iðnaðar orðið
        meira en námuvinnslunnar og landbúnaðurinn í vergri þjóðarframleiðslu. 
        Þessi þróun átti sér aðallega stað í og umhverfis Jóhannesarborg,
        s.s. í Benoni, Boksburg og Germiston, þar sem fjöldi Afríkumanna
        starfandi í iðnaði varð fljótlega meiri en námuverkamanna. 
        Aðskilnaðarsinnum leizt ekki á blikuna, þegar æ fleiri
        verkamenn settust að í borginni með fjölskyldum sínum. 
           
          Í
        síðari heimsstyrjöldinni var mikill fjöldi hvítra verkamanna
        kvaddur í herinn og sívaxandi iðnaður krafðist stöðugt aukins
        vinnuafls. 
        Ríkisstjórn Jan Smuts afnam takmarkanir á streymi svartra
        verkamanna til borganna í Witwatersrand til að leysa vandann og
        holskefla aðfluttra skall á. 
        Fjöldi svartra íbúa í Jóhannesarborg rúmlega tvöfaldaðist
        á stríðsárunum. 
        Uppbygging húsnæðis stóð í stað á þessum tíma, þannig
        að aðfluttir urðu að búa við mikil þrengsli í húsnæðinu, sem
        var til, eða búðum, sem voru byggðar á öllum auðum svæðum. 
        Þessar aðstæður sköpuðu farsóttahættu og ýttu undir glæpi
        en þær efldu líka pólistíska meðvitund og aðgerðir, sem komu
        m.a. fram í andstöðuhópum og auknum styrk ungliðahreyfingar ANC. 
        Meðal stofnenda hennar var Nelson Mandela, sem var þá ungur iðnnemi
        í Jóhannesarborg. 
        Verkalýðsfélög voru stofnuð vítt og breitt og þeirra gætti
        mest í allsherjarverkfalli námumanna 1946.  |