| 
           
        
        Springs
        er borg í Gatenghéraði á klettadrögum Witwatersrand í grennd við
        Jóhannesarborg.  Borgarsvæðið
        nær yfir tvö iðnaðarsvæði og nokkur íbúðahverfi. 
        Þarna er miðstöð gullnámanna við austurjaðar Witwatersrand,
        stáliðnaður, vinnsla úraníums, framleiðsla véla og búnaðar til
        námuvinnslu og prentunar, raftækja, matvæla, reiðhjóla, pappírs og
        glers. 
           
          Borgin
        státar af nokkrum mikilvægurm menntastofnunum, s.s. Witwatersrand
        Technikon, sem er skóli fyrir námuverkamenn. 
        Þarna er líka gott borgarleikhús, Pam Brink-íþróttaleikvangurinn
        og önnur íþróttamannvirki.  Eisteddfod-hátíðin er árlegur viðburður. 
        Á árunum 1880-90 var þarna byggð námumanna, sem nýttu sér
        kolanámurnar í nágrenninu.  Springs
        fékk borgarheiti 1903.  Áætlaður
        íbúafjóli 1991 var 73 þúsund.  |