| 
           
        
        Uitenhage
        er borg í Austurhéraði nærri Indlandshafi og Elísabetarhöfn. 
        J.A. Uitenhage de Mist stofnaði byggðina 1804. 
        Hann var hollenzkur embættismaður, sem var sendur til Höfðanýlendu
        á vegum Batavíska lýðveldisins. 
        Í borginni er fjöldi 19. aldar bygginga, s.s. Drostdy (1815), Ráðhúsið
        (1882; stækkað 1952) og Dómshúsið (1898). 
           
          Uitenhage
        er iðnaðarborg með verksmiðjum, sem setja saman bíla, járnbrautaverkstæðum,
        vefnaðariðnaði, hjólbarðaverksmiðjum o.fl. 
        Borgin er líka miðstöð talsverðs landbúnaðar í nágrenninu,
        aðallega sauðfjár- og geitaræktar. 
        Áætlaður íbúafjöldi 1985 var 55 þúsund.  |