| 
           
        
        Ulundi
        er höfuðborg KwaZulu-Natalhéraðs á norðurbakka White Mfoloziárinnar. 
        Chetshwayo valdi stað fyrir nýju höfuðborgina, þegar hann
        varð konungur zulumanna árið 1873. 
        Hann nefndi hana UluNdi (háttliggjandi stað). 
        Bretar réðust inn í þorpið og brenndu það til grunna 1879
        í síðasta bardaga stríðsins við zulumenn, þegar Cetshwayo var
        endanlega sigraður.  Nú
        stendur minnismerki á vígvellinum. 
           
          Á
        áttunda áratugi 20. aldar ákvað hvíta stjórnin í S.-Afríku að
        reisa þar nýja höfuðborg þáverandi KwaZuluhéraðs. 
        Síðan var héraðið sameinað Natalhéraði 1994 og Ulundi var
        gerð að höfuðborg nýja héraðsins sama ár. 
        Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru matvæli, tóbak og
        timbur.  Samgöngukerfið
        tengir borgina við Vryheid og Richard’s Bay. 
        Langflestir íbúanna eru zulumenn og flestir eru þeir kristnir. 
        Áætlaður íbúafjöldi 1985 var 4.300.  |